Viðskipti innlent

Nanna Elísa tekur við mál­efnum ný­sköpunar hjá SI

Atli Ísleifsson skrifar
Nanna Elísa Jakobsdóttir.
Nanna Elísa Jakobsdóttir. SI

Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, hefur tekið við málefnum nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins.

Þetta kemur fram á vef SI. Þar kemur fram að Nanna Elísa sé með BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia University. 

„Hún hefur starfað hjá Samtökum iðnaðarins frá árinu 2020. Áður vann hún sem ráðgjafi fyrir Synergos og Unilever, sérfræðingur hjá Tent Partnership for Refugees og verkefnastjóri í málefnum hælisleitanda hjá Rauða krossinum.

Þá starfaði Nanna Elísa sem blaðamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis, Fréttablaðsins og Bylgjunnar um árabil. Hún hefur jafnframt reynslu af félagsstörfum og var meðal annars formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta og fulltrúi stúdenta í Háskólaráði HÍ,“ segir í tilkynningunni.

Sigríður Mogensen mun áfram gegna embætti sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs hjá SI. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×