Viðskipti innlent

Taka upp á­ætlunar­flug til Las Pal­mas

Atli Ísleifsson skrifar
Flug til áfangastaðarins er komið í sölu en fyrsta flug er 15. nóvember.
Flug til áfangastaðarins er komið í sölu en fyrsta flug er 15. nóvember. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur hafið sölu á flugi til Las Palmas á Gran Canaria sem er nýr áfangastaður í leiðakerfi félagsins.

Í tilkynningu segir að flug til áfangastaðarins sé komið í sölu og að fyrsta flug sé 15. nóvember. 

„Icelandair hefur áður flogið til Las Palmas í leiguflugi fyrir ferðaskrifstofur en nú er í fyrsta sinn boðið upp á áætlunarflug þangað. Flogið verður einu sinni í viku frá 15. nóvember 2022 til 11. apríl 2023. Brottför frá Keflavík er klukkan 9:30 á þriðjudögum.

Gran Canaria er þriðja stærsta eyja Kanaríeyjaklasans og hefur upp á margt að bjóða þegar kemur að afþreyingu. Íbúar eru 870 þúsund og eyjan er oft kölluð litla heimsálfan vegna fjölbreytts landslags, veðráttu og náttúru. Þar eru eldfjöll, gljúfur, sandöldur, strendur, skógar og vínhéruð,“ segir í tilkynningunni. 

Fyrir flýgur Icelandair einnig til Tenerife sem er önnur Kanaríeyja.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.