Viðskipti innlent

Ground Zero lokað

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ground Zero mun loka í lok október.
Ground Zero mun loka í lok október. Ground Zero

Netkaffihúsið og tölvuleikjamiðstöðin Ground Zero kemur til með að loka í lok október. Staðurinn var opnaður fyrst árið 2002 og hefur því verið starfræktur í um 20 ár. 

„G-Zero hefur lifað af tvenna flutninga, eitt efnhagshrun og gengisfellinguar. Covid, aftur á móti, fór svo illa með okkur svo nú er komið að leiðarlokum. Án ykkar hefði þetta aldrei gengið svo lengi,“ segir í tilkynningu frá staðnum á Facebook.

Þar er fólk hvatt til að sækja staðinn í hinsta sinn fyrir lokun en sala stendur nú yfir á tölvum.

„Þetta er búinn að vera, oft á tíðum, frábær tími og við eignuðumst hér marga góða vini. Takk fyrir,“ segir í lok tilkynningar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.