Viðskipti innlent

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm

Ársfundur atvinnulífsins verður haldinn klukkan 15:00 í Borgarleikhúsinu. Þar er ætlunin að stilla saman strengi meðlima Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda kjaraviðræðna. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi.

„Á síðustu metrum Lífskjarasamningsins beinum við sjónum okkar að kjarasamningum og því samhengi sem ríkir á milli reksturs fyrirtækja og svigrúms til launahækkana,“ segir á vef SA um fundinn.

Horfa má á fundinn í beinni útsendinug hér að neðan.

Samkvæmt dagskrá fundarins mun hann standa yfir í eina klukkustund, þar sem ætlunin er að stilla saman strengi fundargesta í aðdraganda kjaraviðræðna sem framundan eru.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er á meðal þeirra sem verður með framsögu. Þá mun Ole Erik Almlid, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Noregi veita innnsýn í kjarasamningslíkan Norðmanna. Þá munu hinir ýmsu atvinnurekendur vera með erindi, í máli og mynd.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.