Viðskipti innlent

Bein út­sending: Stöðugt, hag­kvæmt og skil­virkt starfs­um­hverfi

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 9.
Fundurinn hefst klukkan 9. IS

Ný skýrsla Samtaka iðnaðarins með 26 umbótatillögum sem efla samkeppnishæfni í grænni iðnbyltingu verður kynnt á fréttamannafundi klukkan níu í dag.

Skýrslan var birt í gær. Þar segir að með stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi fyrirtækja aukist geta hagkerfisins til þess að skapa verðmæti sem styðji við og bæti lífskjör í landinu í grænni framtíð.

„Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið í umhverfis- og loftslagsmálum og munu þau varða leiðina til framtíðar fyrir íslenskt atvinnulíf. Starfsumhverfi fyrirtækja mun ráða miklu um það hvort markmið stjórnvalda náist en það þarf fjárfestingar og nýjar lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi er líklegra að markmiðin náist.

Umbæturnar sem ráðast þarf í til að ná fram stöðugu starfsumhverfi snúa að opinberum fjármálum, peningamálum og vinnumarkaðsmálum. Í skýrslunni kemur fram að mikilvægt sé að komandi kjarasamningar hafi það að markmiði að tryggja stöðugleika og varðveita þann árangur sem náðst hefur í að auka kaupmátt launa á síðustu árum. Til að ná fram hagkvæmu starfsumhverfi þarf að stilla álögum á fyrirtæki í hóf og beita efnahagslegum hvötum. Skilvirkt starfsumhverfi næst með því að einfalda regluverk og eftirlit.

Skýrslan byggir meðal annars á niðurstöðum úr nýrri könnun sem gerð var meðal stjórnenda íslenskra iðnfyrirtækja sem eru félagsmenn SI,“ segir í tilkynningu frá SI um skýrsluna.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 

Dagskrá streymis er eftirfarandi:

  • Ávarp - Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Græn iðnbylting er hafin - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Stöðugt og hagkvæmt starfsumhverfi - Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Hagkvæmt og skilvirkt starfsumhverfi - Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.