Líkur á að vaxandi áhætta tengdri fjármálastöðugleika haldi áfram Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2022 08:35 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Líkur eru á að áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi muni halda áfram að vaxa vegna versnandi ytri aðstæðna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30, en nefndin mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi klukkan 9:30 sem hægt verður að fylgjast með hér á Vísi. Verðbólgan ekki verið meiri í áratugi Í yfirlýsingunni segir að alþjóðlegar efnahagshorfur hafi versnað að undanförnu og kunni það að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap. „Verðbólga í okkar helstu viðskiptalöndum hefur ekki verið meiri í áratugi og hafa seðlabankar gripið til brattra vaxtahækkana. Þá hefur stríðið í Úkraínu haft í för með sér hærra orkuverð í Evrópu og hefur það ásamt öðrum þáttum aukið óvissu. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefur því vaxið vegna versnandi ytri aðstæðna og líkur eru á að sú þróun haldi áfram. Viðnámsþróttur kerfislega mikilvægu bankanna er mikill. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Álagspróf Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022 sýnir að bankarnir hafa getu til að bregðast við ytri áföllum og á sama tíma styðja við heimili og fyrirtæki. Fasteignaverð á Íslandi hefur hækkað mikið og vikið umtalsvert frá undirliggjandi þáttum sem alla jafnan ráða þróun þess. Hækkunin hefur að mestu verið eiginfjárdrifin og skuldir heimilanna hafa fylgt tekjum síðustu ár. Beiting lánþegaskilyrða á fasteignamarkaði hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum, stuðlað að auknu hlutfalli eiginfjár og varðveitt greiðslugetu nýrra lántakenda. Þetta ásamt vaxtahækkunum hefur dregið úr spennu á fasteignamarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Staðan betri en víða annars staðar Ennfremur segir að aukin ytri óvissa undirstriki mikilvægi þess að viðhalda viðnámsþrótti íslenska fjármálakerfisins. Staðan hér á landi sé betri en víðast hvar í viðskiptalöndum Íslands en halda þurfi fullri árvekni til að varðveita fjármálastöðugleika. „Fjármálastöðugleikanefnd ákvað að halda sveiflujöfnunaraukanum óbreyttum. Ákvörðun nefndarinnar frá september 2021 um að hækka aukann úr 0% í 2% tekur gildi á morgun, 29. september. Nefndin áréttar mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu, meðal annars með vísan til vaxandi netógnar. Skref hafa verið tekin í átt að óháðri innlendri smágreiðslulausn sem er mikilvægt í ljósi stöðunnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30, en nefndin mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi klukkan 9:30 sem hægt verður að fylgjast með hér á Vísi. Verðbólgan ekki verið meiri í áratugi Í yfirlýsingunni segir að alþjóðlegar efnahagshorfur hafi versnað að undanförnu og kunni það að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap. „Verðbólga í okkar helstu viðskiptalöndum hefur ekki verið meiri í áratugi og hafa seðlabankar gripið til brattra vaxtahækkana. Þá hefur stríðið í Úkraínu haft í för með sér hærra orkuverð í Evrópu og hefur það ásamt öðrum þáttum aukið óvissu. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefur því vaxið vegna versnandi ytri aðstæðna og líkur eru á að sú þróun haldi áfram. Viðnámsþróttur kerfislega mikilvægu bankanna er mikill. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er sterk. Álagspróf Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022 sýnir að bankarnir hafa getu til að bregðast við ytri áföllum og á sama tíma styðja við heimili og fyrirtæki. Fasteignaverð á Íslandi hefur hækkað mikið og vikið umtalsvert frá undirliggjandi þáttum sem alla jafnan ráða þróun þess. Hækkunin hefur að mestu verið eiginfjárdrifin og skuldir heimilanna hafa fylgt tekjum síðustu ár. Beiting lánþegaskilyrða á fasteignamarkaði hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum, stuðlað að auknu hlutfalli eiginfjár og varðveitt greiðslugetu nýrra lántakenda. Þetta ásamt vaxtahækkunum hefur dregið úr spennu á fasteignamarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Staðan betri en víða annars staðar Ennfremur segir að aukin ytri óvissa undirstriki mikilvægi þess að viðhalda viðnámsþrótti íslenska fjármálakerfisins. Staðan hér á landi sé betri en víðast hvar í viðskiptalöndum Íslands en halda þurfi fullri árvekni til að varðveita fjármálastöðugleika. „Fjármálastöðugleikanefnd ákvað að halda sveiflujöfnunaraukanum óbreyttum. Ákvörðun nefndarinnar frá september 2021 um að hækka aukann úr 0% í 2% tekur gildi á morgun, 29. september. Nefndin áréttar mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu, meðal annars með vísan til vaxandi netógnar. Skref hafa verið tekin í átt að óháðri innlendri smágreiðslulausn sem er mikilvægt í ljósi stöðunnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira