Talaði við fjölskylduna, fór til Noregs og þeim leist best á mig Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 09:00 Sander Sagosen er aðalmaður norska landsliðsins og leikmaður Kiel en mun halda heim til nýja ofurliðsins í Noregi, Kolstad, á næsta ári. Getty/Nikola Krstic Tvær af allra stærstu handboltastjörnum heims eru í hópi skjólstæðinga umboðsmannsins Arnars Freys Theodórssonar sem var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni. Arnar Freyr er umboðsmaður um það bil sextíu handboltamanna og þar á meðal er stærstur hluti íslenska landsliðshópsins, til að mynda Aron Pálmarsson. Önnur stórstjarna handboltans sem Arnar Freyr hefur séð um frá því að hann var unglingur er Norðmaðurinn Sander Sagosen. Arnar útskýrði í þættinum hvernig það kom til að hinn 27 ára gamli Sagosen, sem nú hefur spilað með Aalborg, PSG og Kiel, valdi Íslending sem sinn umboðsmann. „Ég sá hann spila þegar hann var sextán ára og svo var mér bent á hann af Manolo Cadenas (fyrrverandi þjálfara Barcelona og spænska og argentínska landsliðsins). Hann sagði mér að þessi gæi yrði bestur í heimi. Þá var ég búinn að sjá hann einu sinni og fannst hann alveg áhugaverður, en fór þá að skoða hann mikið betur,“ sagði Arnar. „Ég hafði svo samband við fjölskylduna hans, fór til Noregs og hitti hann, og þeim leist best á mig af öllum. Þetta er ekkert flóknara en það,“ bætti hann við. „Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn“ Sagosen, sem heldur til nýja norska ofurliðsins Kolstad á næsta ári, var eins og fyrr segir ungur þegar Arnar tók hann að sér. Arnar segist vanalega kjósa að handboltamenn fari sér hægt þegar þeir séu ungir að árum: „Hann var bara 17 ára þarna. Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn. Handboltinn nýtur góðs af því að þú þarft ekki að taka ákvarðanir svona ungur. Þú ert bara barn og átt ekki að þurfa að pæla í umboðsmanni eða fara út að spila þegar þú ert bara 17 ára. Þú átt að fá að njóta þín þar sem þú ert, vaxa og dafna, og leika þér í handbolta. Þess vegna tala ég vanalega ekki við svona unga leikmenn.“ Hægt er að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar hér að neðan en auk spjallsins við Arnar Frey er þar hitað upp fyrir 3. umferðina í Olís-deild karla og skoðað hvað íslensku atvinnumennirnir gerðu í vikunni. Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Arnar Freyr er umboðsmaður um það bil sextíu handboltamanna og þar á meðal er stærstur hluti íslenska landsliðshópsins, til að mynda Aron Pálmarsson. Önnur stórstjarna handboltans sem Arnar Freyr hefur séð um frá því að hann var unglingur er Norðmaðurinn Sander Sagosen. Arnar útskýrði í þættinum hvernig það kom til að hinn 27 ára gamli Sagosen, sem nú hefur spilað með Aalborg, PSG og Kiel, valdi Íslending sem sinn umboðsmann. „Ég sá hann spila þegar hann var sextán ára og svo var mér bent á hann af Manolo Cadenas (fyrrverandi þjálfara Barcelona og spænska og argentínska landsliðsins). Hann sagði mér að þessi gæi yrði bestur í heimi. Þá var ég búinn að sjá hann einu sinni og fannst hann alveg áhugaverður, en fór þá að skoða hann mikið betur,“ sagði Arnar. „Ég hafði svo samband við fjölskylduna hans, fór til Noregs og hitti hann, og þeim leist best á mig af öllum. Þetta er ekkert flóknara en það,“ bætti hann við. „Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn“ Sagosen, sem heldur til nýja norska ofurliðsins Kolstad á næsta ári, var eins og fyrr segir ungur þegar Arnar tók hann að sér. Arnar segist vanalega kjósa að handboltamenn fari sér hægt þegar þeir séu ungir að árum: „Hann var bara 17 ára þarna. Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn. Handboltinn nýtur góðs af því að þú þarft ekki að taka ákvarðanir svona ungur. Þú ert bara barn og átt ekki að þurfa að pæla í umboðsmanni eða fara út að spila þegar þú ert bara 17 ára. Þú átt að fá að njóta þín þar sem þú ert, vaxa og dafna, og leika þér í handbolta. Þess vegna tala ég vanalega ekki við svona unga leikmenn.“ Hægt er að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar hér að neðan en auk spjallsins við Arnar Frey er þar hitað upp fyrir 3. umferðina í Olís-deild karla og skoðað hvað íslensku atvinnumennirnir gerðu í vikunni.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira