Peterrr í lykilhlutverki hjá Þórsurum

Snorri Rafn Hallsson skrifar
peterr

Leikur Þórs og SAGA fór fram í Ancient kortinu og Jón tryggði Þór réttinn í hnífalotunni til að velja sér hlið. Þór byrjaði í vörn (Counter-terrorists).

Peterrr fór á kostum í skammbyssulotunni með þrefaldri fellu og átti stóran þátt í því að Þór vann einnig þá næstu. Þórsarar voru afar sannfærandi í upphafi leiksins og komust í 5–0 áður en DOM krækti í fyrsta stigið fyrir SAGA.

Eftir það var leikurinn nokkuð jafn þar sem SAGA gaf ekkert upp um ætlanir sínar og Þór þurfti að renna blint í sjóinn. Zerq og DOM brutu efnahag Þórs á bak aftur og ADHD fór á kostum á vappanum. SAGA náði að jafna en Peterrr var í lykilhlutverki í að vinna forskot Þórs upp aftur.

Staða í hálfleik: Þór 9 – 6 SAGA

Þór hélt uppteknum hætti og komst í stöðuna 15–6 með snjöllum reyksprengjum til að tryggja sér yfirráð á kortinu og fella andstæðingana. Allir leikmenn liðsins nema Rean hittu vel úr skotum sínum og var sigurinn svo gott sem í höfn þegar SAGA tók loks við sér í vörninni.

DOM, Skoon og WZRD röðuðu grimmir inn fellunum á meðan ADHD lét vappann syngja í endurtökum sem skiluðu SAGA góðum banka og komu í veg fyrir að Þór kláraði leikinn. Skoon átti góðar opnanir sem sköpuðu SAGA tækifæri og í 30. lotu rauf DOM 30-múrinn til að koma leiknum í framlengingu.

Staða eftir venjulegan leiktíma: Þór 15 – 15 SAGA

Jón batt þó enda á 9-lotu runu SAGA í fyrstu lotunni og fór hamförum í næstu lotu til að stráfella leikmenn SAGA og gera þá blanka. SAGA virtist loksins eiga séns í 34. lotu en Rean braut það á bak aftur og tryggði Þór sigurinn í þessum æsispennandi leik.

Lokastaða: Þór 19 – 15 SAGA

Næstu leikir liðanna:

  • Þór – Fylkir, þriðjudaginn 27/9, klukkan 19:30
  • SAGA – NÚ, fimmtudaginn 29/9, klukkan 20:30

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.