Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ferða­þjónustu­dagurinn 2022

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Framtíð ferðaþjónustunnar verður rædd á Ferðaþjónustudeginum í Hörpu.
Framtíð ferðaþjónustunnar verður rædd á Ferðaþjónustudeginum í Hörpu. Vísir/Vilhelm

Ferðaþjónustudagurinn 2022 fer fram í Norðurljósasal Hörpu í dag, miðvikudaginn 14. september. Á fundinum verður fjallað um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu meðal annars en honum verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi.

Fundurinn er á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar og hefst hann klukkan 15 og er áætlað að hann standi til klukkan 16:30. Fram kemur í tilkynningu að íslensk ferðaþjónusta hafi risið hratt upp úr viðjum heimsfaraldurs en áskoranir séu þó fjölmargar. Til umræðu á fundinum verða áhrif greinarinnar á samfélagið og hvað til þurfi til að tryggja jákvæða uppbyggingu til framtíðar. 

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri verða meðal fundargesta. Þeir munu rýna í stöðu og samspil ferðaþjónustu við aðra þætti efnahagslífs í kjölfar heimsfaraldurs og í ljósi áskorana í ríkisfjármálum, til dæmis verðbólguþróun. 

Þá munu Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar og Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Vök Baths ræða hvernig má viðhalda og styðja jákvæð áhrif ferðaþjónustu á samfélagið, sér í lagi utan höfuðborgarsvæðisins. 

Bjarnheiður Halldórsdóttir formaður SAF og Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri munu þá draga fram áskoranir sem leysa þarf úr til að ferðaþjónusta geti þróast áfram sem jákvæður burðarás efnahagslífs og samfélags. 

Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra mun opna fundinn með ávarpi og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins horfir inn í haustið í lok fundar. 

Eins og áður segir verður fundurinn í beinu streymi hér á Vísi og hefst klukkan 15:00.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×