Kristín Helga Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá fyrirtækinu 50skills sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð á sviði ráðninga. Hún starfaði áður hjá Creditinfo Lánstrausti þar sem hún gegndi stöðu forstöðumanns vöru- og verkefnastýringar.
Í tilkynningu segir að Kristín Helga hafi víðtæka alþjóðlega reynslu en hún hafi meðal annars starfað á Indlandi og í Tékklandi. Þá starfaði hún sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs frá 2013 til 2014.
„Kristín er með M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Columbia-háskóla í New York og B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira