Viðskipti innlent

Margrét frá Brunni Ventures og til Transition Labs

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir.
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. Aðsend

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir verið ráðin sem yfirmaður rekstrar hjá Transition Labs. Hún var áður fjárfestingarstjóri hjá Brunni Ventures en þar á undan starfaði hún sem aðstoðarforstjóri Carbon Recycling International.

Sagt er frá vistaskiptunum í tilkynningu þar sem ennfremur segir að Margrét hafi áður einnig starfað hjá Landsbankanum í fyrirtækjaráðgjöf, við ráðgjöf til sprotafyrirtækja og í vöruþróun og hjá VGK verkfræðistofu (nú Mannvit), meðal annars við uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar.

„Margrét hefur setið í ýmsum stjórnum og ráðum ásamt því að hafa tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á vegum atvinnulífs og stjórnvalda. Sem dæmi má nefna Samráðsvettvang Íslands um aukna hagsæld, stjórn Samtaka iðnaðarins auk þess sem hún er stjórnarformaður Tækniseturs.

Margrét er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í orkukerfum og orkustjórnun frá The School of Renewable Energy Science auk B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði,“ segir í tilkynningunni.

Davíð Helgason, stofnandi Unity, og Kjartan Örn Ólafsson, frumkvöðull og tækifjárfestir, standa að baki Transition Labs og er ætlunin að sækja erlend loftslagsverkefni til landsins og gera Ísland að miðstöð fyrir loftslagsiðnað framtíðarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×