Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2022 23:05 Franskar, sambærilegar þeim sem gefur að líta á þessari mynd, eru ekki lengur framleiddar hér á landi. Franskarnar á myndinni eru erlendar. Getty Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að útreikningarnir byggi á tölum Hagstofunnar um innflutning. „Tollar hækka innflutningsverð franskra kartaflna um ríflega 46% og útsöluverð til neytenda hækkar í samræmi við það. Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á tímabilinu hafi verið fluttar til landsins franskar kartöflur fyrir 1,7 milljarða. Innflutningurinn hafi verið meiri í krónum talið á síðasta ári heldur en 2020. Þá hafi verið greiddar 300 milljónir króna í tolla. Í ár stefni í frekari aukningu og í lok júlí hafi neytendur þegar staðið undir 237,6 milljóna króna tollgreiðslum. Verndartollur sem ekkert verndar „Fullur tollur á franskar kartöflur er 76% og stendur í vegi fyrir innflutningi frá ríkjum sem ekki hafa fríverslunarsamning við Ísland um lægri toll. Tölur Hagstofunnar sýna að innflutningur frá þeim ríkjum er hverfandi. Þannig voru fluttar inn franskar kartöflur frá Bandaríkjunum á tímabilinu fyrir um átta milljónir króna og frá Tyrklandi fyrir um 95 þúsund krónur. Innflutningurinn kemur nánast eingöngu frá ríkjum Evrópusambandsins og Kanada, en samkvæmt fríverslunarsamningum er tollur á franskar kartöflur frá þeim ríkjum „aðeins“ 46%.“ Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að tölurnar sýni svart á hvítu hve mikið sé í húfi fyrir neytendur, verslun og veitingageirann að fella niður „verndartoll sem ekkert verndar lengur.“ Með þessum orðum á Ólafur við þær fréttir sem bárust í ágúst, að eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. „Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir,“ er haft eftir Ólafi. „Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“ Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að útreikningarnir byggi á tölum Hagstofunnar um innflutning. „Tollar hækka innflutningsverð franskra kartaflna um ríflega 46% og útsöluverð til neytenda hækkar í samræmi við það. Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á tímabilinu hafi verið fluttar til landsins franskar kartöflur fyrir 1,7 milljarða. Innflutningurinn hafi verið meiri í krónum talið á síðasta ári heldur en 2020. Þá hafi verið greiddar 300 milljónir króna í tolla. Í ár stefni í frekari aukningu og í lok júlí hafi neytendur þegar staðið undir 237,6 milljóna króna tollgreiðslum. Verndartollur sem ekkert verndar „Fullur tollur á franskar kartöflur er 76% og stendur í vegi fyrir innflutningi frá ríkjum sem ekki hafa fríverslunarsamning við Ísland um lægri toll. Tölur Hagstofunnar sýna að innflutningur frá þeim ríkjum er hverfandi. Þannig voru fluttar inn franskar kartöflur frá Bandaríkjunum á tímabilinu fyrir um átta milljónir króna og frá Tyrklandi fyrir um 95 þúsund krónur. Innflutningurinn kemur nánast eingöngu frá ríkjum Evrópusambandsins og Kanada, en samkvæmt fríverslunarsamningum er tollur á franskar kartöflur frá þeim ríkjum „aðeins“ 46%.“ Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að tölurnar sýni svart á hvítu hve mikið sé í húfi fyrir neytendur, verslun og veitingageirann að fella niður „verndartoll sem ekkert verndar lengur.“ Með þessum orðum á Ólafur við þær fréttir sem bárust í ágúst, að eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. „Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir,“ er haft eftir Ólafi. „Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“
Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56