Ná vonandi að opna við Hagamel fyrir helgi Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2022 11:29 Indican mun opna við Hagamel þar sem Plútó Pizza var áður til húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi Undirbúningur fyrir opnun indverska veitingastaðarins Indican við Hagamel er á lokametrunum. Eigandinn vonast eftir því að geta opnað fyrir helgi og hlakkar til að bætast við í Vesturbæjarflóruna. Útibú veitingastaðarins Indican í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fór eigandi staðarins strax í leit að nýju húsnæði. Hann segir bás þeirra í mathöllinni ekki hafa hentað nægilega vel. „Sú mathöll var ekki alveg að gera það sem við vonuðumst eftir þannig við ákváðum að leggja þann stað niður og planið var alltaf að finna aðra staðsetningu. Þetta er vörumerki og matur sem á helling inni. Maturinn er góður en staðsetningin hentaði ekki,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican, í samtali við fréttastofu. Ná vonandi að opna fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnunina er á lokametrunum en einungis á eftir að fara yfir leyfismál með borginni. Valgeir vonast þó til þess að allt náist fyrir helgi þó erfitt sé að segja til hvenær allt dettur í gegn. Hann segist hlakka til að geta þjónustað Vesturbæinga, en eitt af því sem heillaði hann mest við Hagamel var hversu lítið úrval væri af þjónustu í hverfinu. „Það er ekkert miðað við hvað þetta er stórt svæði og mikið af fólki sem býr þarna í kring. Það er ekki úr miklu að velja og okkur fannst heillandi að verða að hverfisstað, geta þjónustað Vesturbæinga, Seltirninga og þá sem búa í nágrenninu vel,“ segir Valgeir. Nýir réttir á matseðlinum Búið er að breyta merki staðarins en þrátt fyrir einhverjar breytingar verður matseðill staðarins nánast sá sami, nema með fleiri réttum. Ný staðsetning opnar á fjölda möguleika fyrir Indican og því megi kalla opnunina nýtt upphaf. „Það er pláss fyrir þennan mat á markaðnum á Íslandi og við sjáum tækifæri í því í framtíðinni en til að byrja með erum við bara að einbeita okkur að þessum stað. Okkur langar að fara að þjónusta fyrirtæki og hópa, við náum því léttilega á þessari staðsetningu þar sem við erum með svo flott bakeldhús. Það eru hinir og þessir möguleikar sem opnast við þennan flutning. Við erum farin að geta gert hluti sem við gátum ekki gert áður,“ segir Valgeir. Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira
Útibú veitingastaðarins Indican í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fór eigandi staðarins strax í leit að nýju húsnæði. Hann segir bás þeirra í mathöllinni ekki hafa hentað nægilega vel. „Sú mathöll var ekki alveg að gera það sem við vonuðumst eftir þannig við ákváðum að leggja þann stað niður og planið var alltaf að finna aðra staðsetningu. Þetta er vörumerki og matur sem á helling inni. Maturinn er góður en staðsetningin hentaði ekki,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican, í samtali við fréttastofu. Ná vonandi að opna fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnunina er á lokametrunum en einungis á eftir að fara yfir leyfismál með borginni. Valgeir vonast þó til þess að allt náist fyrir helgi þó erfitt sé að segja til hvenær allt dettur í gegn. Hann segist hlakka til að geta þjónustað Vesturbæinga, en eitt af því sem heillaði hann mest við Hagamel var hversu lítið úrval væri af þjónustu í hverfinu. „Það er ekkert miðað við hvað þetta er stórt svæði og mikið af fólki sem býr þarna í kring. Það er ekki úr miklu að velja og okkur fannst heillandi að verða að hverfisstað, geta þjónustað Vesturbæinga, Seltirninga og þá sem búa í nágrenninu vel,“ segir Valgeir. Nýir réttir á matseðlinum Búið er að breyta merki staðarins en þrátt fyrir einhverjar breytingar verður matseðill staðarins nánast sá sami, nema með fleiri réttum. Ný staðsetning opnar á fjölda möguleika fyrir Indican og því megi kalla opnunina nýtt upphaf. „Það er pláss fyrir þennan mat á markaðnum á Íslandi og við sjáum tækifæri í því í framtíðinni en til að byrja með erum við bara að einbeita okkur að þessum stað. Okkur langar að fara að þjónusta fyrirtæki og hópa, við náum því léttilega á þessari staðsetningu þar sem við erum með svo flott bakeldhús. Það eru hinir og þessir möguleikar sem opnast við þennan flutning. Við erum farin að geta gert hluti sem við gátum ekki gert áður,“ segir Valgeir.
Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira
Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03