Viðskipti innlent

Aug­lýsa eftir 150 flug­liðum og 55 flug­mönnum

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Jónsson er forstjóri Play.
Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hefur ákveðið að auglýsa eftir 150 flugliðum fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf, auk 55 flugmanna, bæði með og án reynslu.

Frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu. Segir að um sé að ræða stærstu ráðningu félagsins í einu vetfangi.

„Í sumar störfuðu um 150 flugliðar og um 70 flugmenn hjá félaginu en ráðningarnar nú eru í takt við enn frekari umsvif Play sem mun taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Félagið er nú þegar með sex vélar í rekstri,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að nú sé rétti tíminn til að manna vélarnar fyrir næsta sumar. „Við erum afar stolt af því að við séum að skapa öll þessu nýju störf og ég er vægast sagt spenntur að fá nýtt fólk í Play liðið,“ segir Birgir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×