Viðskipti innlent

Í­búða­fram­boð eykst hratt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svo virðist sem húsnæðismarkaðurinn sé að kólna.
Svo virðist sem húsnæðismarkaðurinn sé að kólna. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði.

Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem segir að í fyrsta sinn síðan vorið 2021 séu fleiri en eitt þúsund íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu.

Á höfuðborgarsvæðinu eru nú 1.013 íbúðir til sölu en í lok júlí voru þær aðeins sjö hundruð og því hefur framboðið aukist um 45 prósent á einum mánuði. Lægst fór framboðið í 437 íbúðir í byrjun febrúar.

HMS

Umsvif á fasteignamarkaði hafa farið minnkandi að undanförnu. Eru merki um að hann fari kólnandi eftir miklar hækkanir að undanförnu.

Er tekið fram á vef HMS að framboðsaukningin virðist einkum vera til komin vegna eldri íbúða en framboð á nýjum íbúðum hafi vaxið hægar.

„Nú eru 151 ný íbúð til sölu en fjöldi þeirra fór minnst í 57 íbúðir. Aukið framboð er því ekki hægt að skýra með auknu framboði nýrra íbúða heldur er líklegasta skýringin sú að hægt hafi á sölu vegna minnkandi eftirspurnar.“


Tengdar fréttir

Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“

Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá.

Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“

Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár

Seðla­bankinn hækkar stýri­vexti um 0,75 prósentur

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×