Viðskipti innlent

Swapp Agen­cy nú með starf­semi á öllum Norður­löndum

Atli Ísleifsson skrifar
Davíð Rafn Kristánsson er annar stofnanda og framkvæmdastjóri Swapp Agency.
Davíð Rafn Kristánsson er annar stofnanda og framkvæmdastjóri Swapp Agency. Aðsend

Íslenska fyrirtækið Swapp Agency, sem býður fyrirtækjum lausn við að halda utan um starfsfólk í fjarvinnu í öðrum löndum og greiða því sem launþegum, hefur nú hafið starfsemi í Noregi. Fyrirtækið er því komið með starfsemi á öllum Norðurlöndunum, en fyrirtækið hafði áður hafið starfsemi í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku auk Íslands og Færeyja.

Frá þessu greinir í tilkynningu. Þar segir að flækjustigið sé oft hátt þegar kemur að fjarvinnu á milli landa og fyrirtæki þurfi að ákveða hvort þau vilji stofna félag í því landi sem starfsfólk sinnir sínu starfi eða að starfsfólkið gerist verktakar.

„Margir Íslendingar flytjast árlega til Norðurlandanna og með aðstoð Swapp Agency geta fyrirtæki haldið lykilstarfsmönnum í starfi á einfaldan, hagkvæman og löglegan hátt.

Swapp Agency gerir samninga við vinnuveitendur um að borga starfsfólki sem er í fjarvinnu í öðru landi laun. Þá greiðir félagið skatta og launatengd gjöld í því landi sem starfsmaðurinn starfar í. Með þessu verður starfsmaðurinn launþegi á einfaldan hátt í því landi sem hann starfar og nýtur allra réttinda launfólks á vinnumarkaði,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×