Viðskipti innlent

Vörur frá Good Good komnar í 3.500 verslanir Walmart

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Agnar Tr. Lemacks, Garðar Stefánsson og Jóhann Ingi Kristjánsson, stofnendur Good Good.
Agnar Tr. Lemacks, Garðar Stefánsson og Jóhann Ingi Kristjánsson, stofnendur Good Good. Good Good

Vörur frá íslenska matvælafyrirtækinu Good Good fást nú í 3.500 verslunum Walmart í Bandaríkjunum. Velta fyrirtækisins nam tæpum milljarði í fyrra og Garðar Stefánsson, einn stofnenda Good Good, segir að það velta ársins í ár stefni í tvöfalda þá upphæð.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Good Good framleiðir meðal annars sultur og sýróp en vörnar eru sykurlausar. Um það bil 60 prósent af tekjum fyrirtækisins eru til komnar vegna sölu í Bandaríkjunum en vörur Good Good eru einnig fáanlegar í Evrópu.

„Við vorum fyrstir á markað með sultu sem er náttúruleg, er með 60% ber eða aðra ávexti og svo notum við sætuefni til þess að auka sætuna. Á markaðnum eru mest sykurlausar sultur sem eru bara bragðefni og gervisæta. Þannig að við komum þarna inn með nýja vöru í þessum flokki þar sem hefur ekki verið nýsköpun í fleiri fleiri ár,“ segir Garðar um innreið Good Good á Bandaríkjamarkað.

Garðar segir stefnuna setta hátt og vonir standi til að veltan verði tugur eða tugir milljarða á næstu árum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.