Innlent

Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sumir hreinlega brustu í grát við það að berja gosið augum í fyrsta sinn.
Sumir hreinlega brustu í grát við það að berja gosið augum í fyrsta sinn. Vísir/Vilhelm

Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos.

Fyrstu viðbrögð margra eru óborganleg og minna ef til vill á hve stórbrotinni náttúru við Íslendingar búum að. Sjón er að sjálfsögðu sögu ríkari:

Þessi átti ekki til orð.Vísir/Vilhelm
Sjálfustöngin fylgir með mörgum túristanum.Vísir/Vilhelm
Hrifningin leyndi sér ekki.Vísir/Vilhelm
Eldri en tólf ára?Vísir/Vilhelm
Mikil gleði.Vísir/Vilhelm
Eldgosið gæti jafnvel borið suma ofurliði.Vísir/Vilhelm
Það er víst ekki á hverjum degi sem maður sér eldgos.Vísir/Vilhelm
Gangan borgar sig á endanum.Vísir/Vilhelm
„Aldrei vekja mig af þessum draumi," gæti þessi hafa hugsað.Vísir/Vilhelm
Ungir sem aldnir hrífast af gosinu, svo mikið er víst.Vísir/Vilhelm
Eðlilegt er að rífa upp símann á öld samfélagsmiðla.Vísir/Vilhelm
Steinhissa á þessu öllu saman.Vísir/Vilhelm
Saga til næsta bæjar.Vísir/Vilhelm
„Hvað er að gerast hérna?“Vísir/Vilhelm
Himinlifandi.Vísir/Vilhelm
Trúa þessu ekki!Vísir/Vilhelm
Ekki frekar en þessi.Vísir/Vilhelm
„Taktu mynd af þessu!“Vísir/Vilhelm
Þessi virðist hafa tekið á sprett.Vísir/Vilhelm
Enginn skortur verður á ferðamönnum á meðan móðir jörð sýnir okkur þennan búning sinn.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×