Viðskipti innlent

Falur körfuboltamaður til Advania

Eiður Þór Árnason skrifar
Falur er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta.
Falur er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta. Advania

Falur Harðarson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður rafrænna viðskipta og skólalausna hjá Advania. Hann kemur frá Samkaupum þar sem hann hefur starfað í þrettán ár, fyrst sem mannauðsstjóri og frá 2018 sem forstöðumaður rekstrar- og mönnunardeildar.

Falur hefur einnig starfað sem ráðgjafi hjá Capacent og við rekstur tölvukerfa og forritun hjá bæði varnarliðinu í Keflavík og Flugleiðum. Þá sat Falur í stjórn fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á árunum 2014 til 2019. 

Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá Advania en þar segir að Falur komi til með að leiða vöruþróun á skólalausnum og rafrænum viðskiptum „í takt við kröfur viðskiptavina og örar breytingar í umhverfinu.“

Falur er með BS-gráðu í tölvunarfræði og hagnýtri stærðfræði frá Charleston Southern University og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Falur hefur leikið yfir hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd í körfubolta og hefur mikla reynslu af þjálfun bæði yngri og eldri flokka.

Spenntur fyrir nýjum verkefnum

Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sérlausna Advania, segir margt spennandi á döfinni og fyrirtækið sé virkilega ánægð með að fá Fal til að leiða teymið.

„Falur er öflugur stjórnandi með mikla reynslu sem án efa nýtist okkur og okkar viðskiptavinum vel.“

„Ég gríðarlega stoltur og spenntur að vera kominn til Advania til að leiða þennan öfluga hóp til góðra verka. Okkar áherslur eru að halda vel utan um þær lausnir sem fyrir eru ásamt því að nýta tækifærin til frekari þróunar okkar viðskiptavinum til hagsbóta.” segir Falur í tilkynningu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.