Innherji

Samherji færir hlutinn í Högum yfir í fjárfestingafélag

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Samherji hefur flutt 4,5 prósenta eignarhlut sinn í Högum, sem er metinn á 3,7 milljarða króna miðað við gengi bréfanna í dag, yfir í fjárfestingafélagið Kaldbak.

Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja og stjórnarmaður hjá Högum, segir að um sé að ræða einfalda aðgerð þar sem eignarhluturinn er færður yfir í félag sem heldur utan fjárfestingar Samherja.

Samherji kom inn í eigendahópinn árið 2018 þegar Hagar tóku yfir Olís, en Samherji hafði verið stærsti eigandi olíufélagsins fyrir samrunann.

Auk eignarhlutarins sem nú hefur verið færður yfir í Kaldbak stendur Samherji einnig að baki tæplega 2,7 prósenta hlut í Högum sem er skráður á safnreikning hjá Íslenskum verðbréfum. Samanlagður hlutur Samherja í smásölurisanum nemur því um 7,2 prósentum sem gerir félagið að fimmta stærsta hluthafanum.

Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum. 


Tengdar fréttir

Samherji hf. hagnaðist um 17,8 milljarða

Hagnaður Samherja hf. nam 17,8 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 7,8 milljarða árið áður. Eigið fé félagsins var 94,3 milljarðar króna í árslok 2021 og námu heildareignir 128 milljörðum króna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.