Viðskipti innlent

Pálmi Guð­munds­son hættur hjá Símanum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Pálmi Guðmundsson, fjölmiðlafræðingur og dagskrárstjóri Sjónvarps Símans.
Pálmi Guðmundsson, fjölmiðlafræðingur og dagskrárstjóri Sjónvarps Símans.

Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Símans, er hættur hjá fyrirtækinu eftir sjö ára starf. Hann sagði upp að eigin ósk á fimmtudag og hefur ekki gefið frekari skýringar á uppsögninni.

Pálmi hefur verið dagskrárstjóri hjá Símanum í sjö ár eða frá maí 2015. Fyrir það starfaði hann sem dagskrárstjóri Skjá eins frá 2013 til 2015 og þar áður sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 í tólf ár, frá 2001 til 2013.

Fréttastofu barst ábending um að Pálmi væri hættur hjá Símanum og í sjálfvirku svari frá netfangi Pálma stóð eftirfarandi: „Pálmi Guðmundsson hefur látið af störfum hjá Símanum hf.“

Þegar blaðamaður hafði samband við Pálma til að spyrja hann út í fregnirnar sagði hann „Ég sagði upp að eigin ósk á fimmtudaginn síðasta.“

Inntur eftir frekari skýringum sagðist Pálmi vilja halda því fyrir sig og þá gaf hann heldur ekkert upp um hvað tæki við.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×