Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. júlí 2022 15:39 Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Vísir/Ívar Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri frá því í september 2019. Verðbólgan er nokkuð meiri en spár viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir, en þau höfðu spáð um 9,3 prósent verðbólgu. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir mikla hækkun flugfargjalda á síðustu mánuðum helstu skýringuna. „Að einhverju leiti þá skýrist þetta af því að það var villa í mælingum Hagstofunnar í júnímánuði, flugfargjöld höfðu hækkað meira en mælingar gáfu til kynna í þeim mánuði, og þar af leiðandi kemur svo mikil hækkun núna, um nánast hátt í 40 prósent milli mánaða,“ segir Una. Auk þess sem flugfargjöld hafa hækkað umtalsvert er mikið um uppsafnaða eftirspurn í hagkerfinu á sama tíma og miklar hækkanir hafa verið á hrávöruverði. Þá er húsnæðisliðurinn áfram mikill drifkraftur verðbólgunnar. Ferðavilji Íslendinga og erlendra ferðamanna hefur aukist til muna eftir sóttvarnatakmörkunum var víða aflétt. VÍSIR/VILHELM „Þessi [verðbólga] og sömuleiðis hækkunin á húsnæðisverði sem við fengum fyrr í vikunni, benda til þess að það sé enn þá talsverður undirliggjandi verðbólguþrýstingur og við förum að sjá tölur yfir tíu prósent áður en langt um líður,“ segir Una. Fyrr í mánuðinum spáði Landsbankinn því að verðbólgan næði hámarki í ágúst og yrði þá 9,5 prósent en spá því nú að verðbólgan verði 10,3 prósent í ágúst og fari síðan hjaðnandi. „Við byggjum það að miklu leiti á því að inngrip Seðlabankans fari að virka, Seðlabankinn er búinn að hækka stýrivexti núna nokkrum sinnum og við gerum ráð fyrir að það verði framhald á þeirri þróun,“ segir Una. „Þessi mæling ýtir undir það að Seðlabankinn þurfi að halda áfram að hækka vexti,“ segir hún enn fremur. Stríðið spili stórt hlutverk Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir mikla óvissu fram undan en núverandi verðbólga sé fjórum sinnum meiri en viðmið Seðlabankans kveða á um. Covid áhrifin og stríðið í Úkraínu spili stórt hlutverk. „Stjórnvöld eru í gegnum Seðlabankann og ýmsar aðrar aðgerðir að reyna að bregðast við þessu en hafa náttúrulega ekki möguleika á því að gera miklu meira heldur en er verið að gera,“ segir Þórólfur en hann telur líkt og Una líklegt að Seðlabankinn muni aftur hækka stýrivexti. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. „Raunstýrivextirnir eru neikvæðir eins og þeir eru núna þannig að þeir sem geta fengið lán á hagstæðustu kjörum eru í rauninni að fá gefins peninga. Á meðan ástandið er þannig þá kallar það á viðbrögð af hálfu stjórnvalda, annað hvort með takmörkunum á aðgengi að lánsfé eða með vaxtahækkunum,“ segir hann. Þó verðbólgan sé verulega há bendir hann á að dregið hafi úr hækkunartaktinum sem gæti gefið jákvæðar vísbendingar um framhaldið. Líklega muni aðgerðir stjórnvalda fara að bíta en það muni taka tíma. „Það tekur kannski eitt, eitt og hálft ár að komast niður úr þessum tíu prósentum í tvö til þrjú prósent en það mun líka kalla á óþægindi í formi aðhalds og hækkandi vaxta, sem að getur aftur kallað á viðbrögð kjósenda. Þannig það er ekki gott að segja hvernig þetta ástand þróast áfram,“ segir Þórólfur. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri frá því í september 2019. Verðbólgan er nokkuð meiri en spár viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir, en þau höfðu spáð um 9,3 prósent verðbólgu. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir mikla hækkun flugfargjalda á síðustu mánuðum helstu skýringuna. „Að einhverju leiti þá skýrist þetta af því að það var villa í mælingum Hagstofunnar í júnímánuði, flugfargjöld höfðu hækkað meira en mælingar gáfu til kynna í þeim mánuði, og þar af leiðandi kemur svo mikil hækkun núna, um nánast hátt í 40 prósent milli mánaða,“ segir Una. Auk þess sem flugfargjöld hafa hækkað umtalsvert er mikið um uppsafnaða eftirspurn í hagkerfinu á sama tíma og miklar hækkanir hafa verið á hrávöruverði. Þá er húsnæðisliðurinn áfram mikill drifkraftur verðbólgunnar. Ferðavilji Íslendinga og erlendra ferðamanna hefur aukist til muna eftir sóttvarnatakmörkunum var víða aflétt. VÍSIR/VILHELM „Þessi [verðbólga] og sömuleiðis hækkunin á húsnæðisverði sem við fengum fyrr í vikunni, benda til þess að það sé enn þá talsverður undirliggjandi verðbólguþrýstingur og við förum að sjá tölur yfir tíu prósent áður en langt um líður,“ segir Una. Fyrr í mánuðinum spáði Landsbankinn því að verðbólgan næði hámarki í ágúst og yrði þá 9,5 prósent en spá því nú að verðbólgan verði 10,3 prósent í ágúst og fari síðan hjaðnandi. „Við byggjum það að miklu leiti á því að inngrip Seðlabankans fari að virka, Seðlabankinn er búinn að hækka stýrivexti núna nokkrum sinnum og við gerum ráð fyrir að það verði framhald á þeirri þróun,“ segir Una. „Þessi mæling ýtir undir það að Seðlabankinn þurfi að halda áfram að hækka vexti,“ segir hún enn fremur. Stríðið spili stórt hlutverk Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir mikla óvissu fram undan en núverandi verðbólga sé fjórum sinnum meiri en viðmið Seðlabankans kveða á um. Covid áhrifin og stríðið í Úkraínu spili stórt hlutverk. „Stjórnvöld eru í gegnum Seðlabankann og ýmsar aðrar aðgerðir að reyna að bregðast við þessu en hafa náttúrulega ekki möguleika á því að gera miklu meira heldur en er verið að gera,“ segir Þórólfur en hann telur líkt og Una líklegt að Seðlabankinn muni aftur hækka stýrivexti. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. „Raunstýrivextirnir eru neikvæðir eins og þeir eru núna þannig að þeir sem geta fengið lán á hagstæðustu kjörum eru í rauninni að fá gefins peninga. Á meðan ástandið er þannig þá kallar það á viðbrögð af hálfu stjórnvalda, annað hvort með takmörkunum á aðgengi að lánsfé eða með vaxtahækkunum,“ segir hann. Þó verðbólgan sé verulega há bendir hann á að dregið hafi úr hækkunartaktinum sem gæti gefið jákvæðar vísbendingar um framhaldið. Líklega muni aðgerðir stjórnvalda fara að bíta en það muni taka tíma. „Það tekur kannski eitt, eitt og hálft ár að komast niður úr þessum tíu prósentum í tvö til þrjú prósent en það mun líka kalla á óþægindi í formi aðhalds og hækkandi vaxta, sem að getur aftur kallað á viðbrögð kjósenda. Þannig það er ekki gott að segja hvernig þetta ástand þróast áfram,“ segir Þórólfur.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent