Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. júlí 2022 15:39 Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Vísir/Ívar Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri frá því í september 2019. Verðbólgan er nokkuð meiri en spár viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir, en þau höfðu spáð um 9,3 prósent verðbólgu. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir mikla hækkun flugfargjalda á síðustu mánuðum helstu skýringuna. „Að einhverju leiti þá skýrist þetta af því að það var villa í mælingum Hagstofunnar í júnímánuði, flugfargjöld höfðu hækkað meira en mælingar gáfu til kynna í þeim mánuði, og þar af leiðandi kemur svo mikil hækkun núna, um nánast hátt í 40 prósent milli mánaða,“ segir Una. Auk þess sem flugfargjöld hafa hækkað umtalsvert er mikið um uppsafnaða eftirspurn í hagkerfinu á sama tíma og miklar hækkanir hafa verið á hrávöruverði. Þá er húsnæðisliðurinn áfram mikill drifkraftur verðbólgunnar. Ferðavilji Íslendinga og erlendra ferðamanna hefur aukist til muna eftir sóttvarnatakmörkunum var víða aflétt. VÍSIR/VILHELM „Þessi [verðbólga] og sömuleiðis hækkunin á húsnæðisverði sem við fengum fyrr í vikunni, benda til þess að það sé enn þá talsverður undirliggjandi verðbólguþrýstingur og við förum að sjá tölur yfir tíu prósent áður en langt um líður,“ segir Una. Fyrr í mánuðinum spáði Landsbankinn því að verðbólgan næði hámarki í ágúst og yrði þá 9,5 prósent en spá því nú að verðbólgan verði 10,3 prósent í ágúst og fari síðan hjaðnandi. „Við byggjum það að miklu leiti á því að inngrip Seðlabankans fari að virka, Seðlabankinn er búinn að hækka stýrivexti núna nokkrum sinnum og við gerum ráð fyrir að það verði framhald á þeirri þróun,“ segir Una. „Þessi mæling ýtir undir það að Seðlabankinn þurfi að halda áfram að hækka vexti,“ segir hún enn fremur. Stríðið spili stórt hlutverk Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir mikla óvissu fram undan en núverandi verðbólga sé fjórum sinnum meiri en viðmið Seðlabankans kveða á um. Covid áhrifin og stríðið í Úkraínu spili stórt hlutverk. „Stjórnvöld eru í gegnum Seðlabankann og ýmsar aðrar aðgerðir að reyna að bregðast við þessu en hafa náttúrulega ekki möguleika á því að gera miklu meira heldur en er verið að gera,“ segir Þórólfur en hann telur líkt og Una líklegt að Seðlabankinn muni aftur hækka stýrivexti. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. „Raunstýrivextirnir eru neikvæðir eins og þeir eru núna þannig að þeir sem geta fengið lán á hagstæðustu kjörum eru í rauninni að fá gefins peninga. Á meðan ástandið er þannig þá kallar það á viðbrögð af hálfu stjórnvalda, annað hvort með takmörkunum á aðgengi að lánsfé eða með vaxtahækkunum,“ segir hann. Þó verðbólgan sé verulega há bendir hann á að dregið hafi úr hækkunartaktinum sem gæti gefið jákvæðar vísbendingar um framhaldið. Líklega muni aðgerðir stjórnvalda fara að bíta en það muni taka tíma. „Það tekur kannski eitt, eitt og hálft ár að komast niður úr þessum tíu prósentum í tvö til þrjú prósent en það mun líka kalla á óþægindi í formi aðhalds og hækkandi vaxta, sem að getur aftur kallað á viðbrögð kjósenda. Þannig það er ekki gott að segja hvernig þetta ástand þróast áfram,“ segir Þórólfur. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri frá því í september 2019. Verðbólgan er nokkuð meiri en spár viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir, en þau höfðu spáð um 9,3 prósent verðbólgu. Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir mikla hækkun flugfargjalda á síðustu mánuðum helstu skýringuna. „Að einhverju leiti þá skýrist þetta af því að það var villa í mælingum Hagstofunnar í júnímánuði, flugfargjöld höfðu hækkað meira en mælingar gáfu til kynna í þeim mánuði, og þar af leiðandi kemur svo mikil hækkun núna, um nánast hátt í 40 prósent milli mánaða,“ segir Una. Auk þess sem flugfargjöld hafa hækkað umtalsvert er mikið um uppsafnaða eftirspurn í hagkerfinu á sama tíma og miklar hækkanir hafa verið á hrávöruverði. Þá er húsnæðisliðurinn áfram mikill drifkraftur verðbólgunnar. Ferðavilji Íslendinga og erlendra ferðamanna hefur aukist til muna eftir sóttvarnatakmörkunum var víða aflétt. VÍSIR/VILHELM „Þessi [verðbólga] og sömuleiðis hækkunin á húsnæðisverði sem við fengum fyrr í vikunni, benda til þess að það sé enn þá talsverður undirliggjandi verðbólguþrýstingur og við förum að sjá tölur yfir tíu prósent áður en langt um líður,“ segir Una. Fyrr í mánuðinum spáði Landsbankinn því að verðbólgan næði hámarki í ágúst og yrði þá 9,5 prósent en spá því nú að verðbólgan verði 10,3 prósent í ágúst og fari síðan hjaðnandi. „Við byggjum það að miklu leiti á því að inngrip Seðlabankans fari að virka, Seðlabankinn er búinn að hækka stýrivexti núna nokkrum sinnum og við gerum ráð fyrir að það verði framhald á þeirri þróun,“ segir Una. „Þessi mæling ýtir undir það að Seðlabankinn þurfi að halda áfram að hækka vexti,“ segir hún enn fremur. Stríðið spili stórt hlutverk Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir mikla óvissu fram undan en núverandi verðbólga sé fjórum sinnum meiri en viðmið Seðlabankans kveða á um. Covid áhrifin og stríðið í Úkraínu spili stórt hlutverk. „Stjórnvöld eru í gegnum Seðlabankann og ýmsar aðrar aðgerðir að reyna að bregðast við þessu en hafa náttúrulega ekki möguleika á því að gera miklu meira heldur en er verið að gera,“ segir Þórólfur en hann telur líkt og Una líklegt að Seðlabankinn muni aftur hækka stýrivexti. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. „Raunstýrivextirnir eru neikvæðir eins og þeir eru núna þannig að þeir sem geta fengið lán á hagstæðustu kjörum eru í rauninni að fá gefins peninga. Á meðan ástandið er þannig þá kallar það á viðbrögð af hálfu stjórnvalda, annað hvort með takmörkunum á aðgengi að lánsfé eða með vaxtahækkunum,“ segir hann. Þó verðbólgan sé verulega há bendir hann á að dregið hafi úr hækkunartaktinum sem gæti gefið jákvæðar vísbendingar um framhaldið. Líklega muni aðgerðir stjórnvalda fara að bíta en það muni taka tíma. „Það tekur kannski eitt, eitt og hálft ár að komast niður úr þessum tíu prósentum í tvö til þrjú prósent en það mun líka kalla á óþægindi í formi aðhalds og hækkandi vaxta, sem að getur aftur kallað á viðbrögð kjósenda. Þannig það er ekki gott að segja hvernig þetta ástand þróast áfram,“ segir Þórólfur.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira