Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 19:16 NÆR stendur við Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. Snjallar lausnir í innkaupum hafa rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár. Krónan býður til að mynda upp á hið svokallaða Skannað og skundað. En verslun NÆR við Urriðaholtsstræti er sú fyrsta á Íslandi sem byggir eingöngu á snjalltækni. Fyrirkomulagið er algjörlega rafrænt. Sérstöku smáforriti er hlaðið niður í símann og til að komast inn í búðina er QR-kóði skannaður. Viðskiptavinir komast þannig inn í búðina allan sólarhringinn með appið og QR-kóðann að vopni - en engir starfsmenn standa þar vaktina við afgreiðslustörf. Reyndar verða starfsmenn til aðstoðar í búðinni fyrstu vikurnar og þá verður starfsmaður á vakt hluta úr degi til að sinna hefðbundinni umhirðu búðarinnar; taka á móti vörum og fylla á hillur. En þegar komið er inn í búðina er áfram smáforritið sem gildir. Eins og í Krónunni skannar viðskiptavinurinn strikamerkið á vörunum inni í appinu, greiðir þar fyrir vörurnar og yfirgefur svo búðina. Þórður Örn Reynisson, framkvæmdastjóri NÆR. Þórður Örn Reynisson framkvæmdastjóri NÆR segir þetta upprisu „hverfisverslunarinnar“, sem meðal annars eigi sér fyrirmynd í bandarísku keðjunni Amazon GO. „Það var mjög dýrt að koma upp svoleiðis verslun á Íslandi, sérstaklega fyrir hverfisverslun þannig að við ákváðum að fara sambærilegar leiðir og aðrir á Norðurlöndum hafa verið að gera. Og það hefur reynst rosalega vel, bæði í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.“ En skilar tæknivæðingin og starfsmannaleysið sér í vasa neytenda? Erfitt að segja, segir Þórður. „En verðlega séð erum við mjög vel verðlögð miðað við stærð á verslun og það að við stöndum ein á bak við þetta. Við erum ekki hluti af neinni keðju heldur er þetta bara ný keðja.“ Aðstandendur NÆR hafa jafnframt kortlagt höfuðborgarsvæðið - og ef allt gengur eftir munu fleiri snjallar verslanir spretta upp kollinum inni í hverfum. Verslun Tækni Garðabær Stafræn þróun Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira
Snjallar lausnir í innkaupum hafa rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár. Krónan býður til að mynda upp á hið svokallaða Skannað og skundað. En verslun NÆR við Urriðaholtsstræti er sú fyrsta á Íslandi sem byggir eingöngu á snjalltækni. Fyrirkomulagið er algjörlega rafrænt. Sérstöku smáforriti er hlaðið niður í símann og til að komast inn í búðina er QR-kóði skannaður. Viðskiptavinir komast þannig inn í búðina allan sólarhringinn með appið og QR-kóðann að vopni - en engir starfsmenn standa þar vaktina við afgreiðslustörf. Reyndar verða starfsmenn til aðstoðar í búðinni fyrstu vikurnar og þá verður starfsmaður á vakt hluta úr degi til að sinna hefðbundinni umhirðu búðarinnar; taka á móti vörum og fylla á hillur. En þegar komið er inn í búðina er áfram smáforritið sem gildir. Eins og í Krónunni skannar viðskiptavinurinn strikamerkið á vörunum inni í appinu, greiðir þar fyrir vörurnar og yfirgefur svo búðina. Þórður Örn Reynisson, framkvæmdastjóri NÆR. Þórður Örn Reynisson framkvæmdastjóri NÆR segir þetta upprisu „hverfisverslunarinnar“, sem meðal annars eigi sér fyrirmynd í bandarísku keðjunni Amazon GO. „Það var mjög dýrt að koma upp svoleiðis verslun á Íslandi, sérstaklega fyrir hverfisverslun þannig að við ákváðum að fara sambærilegar leiðir og aðrir á Norðurlöndum hafa verið að gera. Og það hefur reynst rosalega vel, bæði í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.“ En skilar tæknivæðingin og starfsmannaleysið sér í vasa neytenda? Erfitt að segja, segir Þórður. „En verðlega séð erum við mjög vel verðlögð miðað við stærð á verslun og það að við stöndum ein á bak við þetta. Við erum ekki hluti af neinni keðju heldur er þetta bara ný keðja.“ Aðstandendur NÆR hafa jafnframt kortlagt höfuðborgarsvæðið - og ef allt gengur eftir munu fleiri snjallar verslanir spretta upp kollinum inni í hverfum.
Verslun Tækni Garðabær Stafræn þróun Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira