Telur söluna á Mílu jákvæða fyrir samkeppni á fjarskiptamarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2022 13:36 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Arnar Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu eru í uppnámi, en félagið er ekki reiðubúið að ljúka viðskiptum sínum við Símann, eiganda Mílu, vegna skilyrða Samkeppniseftirlitsins. Forstjóri Símans segir helstu áhyggjur eftirlitsins snúa að viðskiptasambandi Símans og Mílu eftir söluna. Í tilkynningu Símans til kauphallar í gær kom fram að Ardian France væri ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu að svo stöddu. Það sé mat fyrirtækisins að þær tillögur sem Síminn lagði til, svo hægt væri að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af kaupunum, væru íþyngjandi. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að í kaupsamningi Símans við Ardian sé meðal annars ákvæði sem kveður á um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Núna er kaupandinn að ræða við Samkeppniseftirlitið um tiltekin skilyrði sem kaupandinn telur að rýri verðgildi Mílu og vilja þess vegna taka aftur upp kaupsamninginn við okkur, það er staðan,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Síminn hafi þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið. „Við teljum að þessi viðskipti, ef af þeim verður, séu mjög góð fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það verða fleiri aðilar, fleiri eigendur. Lífeyrissjóðirnir eru mjög stórir eigendur í mörgum félögum á fjarskiptamarkaði eins og er, en þarna mun það þá breytast,“ segir Orri. Aðilar sem komi að kaupunum hyggi þá á aukna fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni, auk þess sem lóðrétt eignasamband Símans gangvart Mílu yrði rofið. „Þannig að við teljum að þetta verði mjög jákvætt fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði.“ Samband Mílu og Símans áhyggjuefni eftirlitsins Ef núverandi kaupsamningur gengur eftir mun heildarkaupverðið á Mílu nema um 78 milljörðum króna, en þar af er söluhagnaður Símans áætlaður 46 milljarðar. Orri segir helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að viðskipasambandi Mílu og Símans eftir kaupin, sem verði áfram sterkt. „En samt sem áður er auðvitað verið að lofta mikið um þennan markað með þessum kaupum. Það kemur nýr aðili inn, það er ekki lengur þetta lóðrétta eignasamband og bara meiri gróska og fjölbreytni á íslenskum fjarskiptamarkaði,“ segir Orri. Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Í tilkynningu Símans til kauphallar í gær kom fram að Ardian France væri ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu að svo stöddu. Það sé mat fyrirtækisins að þær tillögur sem Síminn lagði til, svo hægt væri að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af kaupunum, væru íþyngjandi. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að í kaupsamningi Símans við Ardian sé meðal annars ákvæði sem kveður á um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Núna er kaupandinn að ræða við Samkeppniseftirlitið um tiltekin skilyrði sem kaupandinn telur að rýri verðgildi Mílu og vilja þess vegna taka aftur upp kaupsamninginn við okkur, það er staðan,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Síminn hafi þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið. „Við teljum að þessi viðskipti, ef af þeim verður, séu mjög góð fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það verða fleiri aðilar, fleiri eigendur. Lífeyrissjóðirnir eru mjög stórir eigendur í mörgum félögum á fjarskiptamarkaði eins og er, en þarna mun það þá breytast,“ segir Orri. Aðilar sem komi að kaupunum hyggi þá á aukna fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni, auk þess sem lóðrétt eignasamband Símans gangvart Mílu yrði rofið. „Þannig að við teljum að þetta verði mjög jákvætt fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði.“ Samband Mílu og Símans áhyggjuefni eftirlitsins Ef núverandi kaupsamningur gengur eftir mun heildarkaupverðið á Mílu nema um 78 milljörðum króna, en þar af er söluhagnaður Símans áætlaður 46 milljarðar. Orri segir helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að viðskipasambandi Mílu og Símans eftir kaupin, sem verði áfram sterkt. „En samt sem áður er auðvitað verið að lofta mikið um þennan markað með þessum kaupum. Það kemur nýr aðili inn, það er ekki lengur þetta lóðrétta eignasamband og bara meiri gróska og fjölbreytni á íslenskum fjarskiptamarkaði,“ segir Orri.
Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51
SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59