Viðskipti innlent

Ardian ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ardian er ekki reiðubúið til þess að ljúka við kaupin.
Ardian er ekki reiðubúið til þess að ljúka við kaupin. Vísir/Vilhelm

Í tilkynningu Símans til kauphallarinnar í gær kemur fram að Ardian France SA sé ekki reiðubúið til þess að ljúka við kaupin á Mílu ehf.

Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur en franska félagið Ardian er einn stærsti innviðafjárfestirinn í Evrópu. Ardian hefur komið að nærri 50 slíkum fjárfestingum frá árinu 2005.

Þrátt fyrir að sjóðastýringarfyrirtækið sé því öllu vant í samskiptum sínum við samkeppnisyfirvöld víða um Evrópu þá eru stjórnendur Ardian sagðir aldrei hafa upplifað annað eins líkt og í samskiptum sínum við íslenska eftirlitið.

Samkvæmt tilkynningunni mat Ardian það sem svo að tillögurnar sem Síminn lagði til við Samkeppniseftirlitið til þess að félagið gæti mætt samkeppnislegum áhyggjum eftirlitsins væru íþyngjandi. Breytingarnar myndu fela í sér neikvæð áhrif í skilningi kaupsamnings.

Tilkynninguna til kauphallar má lesa hér.


Tengdar fréttir

Sala Mílu var ekki sala á þjóðareign, segir stjórnarformaður Símans

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Símans, segir að salan á Mílu hafi verið rökrétt í alla staði en „ákveðins misskilnings“ hafi gætt í umræðu um viðskiptin. Til að mynda hafi Síminn ekki verið að selja eignir sem fjármagnaðar voru af ríkinu. Þetta kemur fram í ávarpi stjórnarformannsins í ársskýrslu Símans sem var birt í morgun.

SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn

Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.