Viðskipti erlent

Ný Barbí­dúkka Jane Goodall komin á markað

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mynd af nýrri dúkku Goodall til vinstri og Goodall sjálfri til hægri. Samsett.
Mynd af nýrri dúkku Goodall til vinstri og Goodall sjálfri til hægri. Samsett. Vinstri: Heimasíða Mattel, Hægri: Getty/picture alliance

Mattel, framleiðendur Barbí hafa nú gefið út dúkku eftir útliti fremdardýrafræðingsins, Dr. Jane Goodall. Dúkka Goodall er hluti af línu Barbí sem einblínir á hvetjandi konur.

Þessi lína hvetjandi kvenna inniheldur til dúkkur sem til dæmis eru framleiddar eftir útliti Eleanor Roosevelt, Rosa Parks, Maya Angelou og fleiri. Nú hefur Dr. Jane Goodall bæst í hópinn.

Goodall sjálf er orðin 88 ára gömul og stundaði rannsóknir á hegðun fremdardýra í Afríku frá árinu 1960. Hún segir í samtali við Reuters að hana hafi lengi langað í Barbídúkku sem líkist sér, að hennar mati hafi stelpur þurft á fleiri valkostum varðandi dúkkur að halda. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.

Samkvæmt heimasíðu Mattel er dúkka Goodall sú fyrsta sem unnin er úr að minnsta kosti 75% endurunnu plasti að höfði og hári undanskildu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.