Viðskipti innlent

Guð­ný Arna frá Kviku til Össurar

Árni Sæberg skrifar
Guðný Arna hefur mikla reynslu af fjármálatengdum störfum.
Guðný Arna hefur mikla reynslu af fjármálatengdum störfum. Aðsend

Guðný Arna Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar og mun hefja störf í september.

Í tilkynningu frá Össuri segir að Guðný Arna hafi starfað hjá Kviku banka og dótturfélögum hans síðastliðið ár. Hún hafi áður starfað í tíu ár fyrir lyfjafyrirtækið Teva/Actavis bæði í Sviss og í Bandaríkjunum, meðal annars sem fjármálastjóri samheitalyfjaþróunar.

Þá hafi hún unnið hjá Kaupþingi á árunum 2001-2008, meðal annars sem fjármálastjóri.

Guðný Arna lauk Cand.oecon. í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaranámi í reikningsskilum og fjármálum frá háskólanum í Uppsölum árið 1996.

„Guðný Arna er reynslumikill stjórnandi með víðtæka reynslu af fjármálastjórn í alþjóðlegu umhverfi. Hún bætist við framúrskarandi hóp starfsmanna sem leggur áherslu á árangursdrifna teymisvinnu og það er mjög ánægjulegt að fá hana til liðs við okkur,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar hf.

Guðný Arna tekur við starfinu af Sveini eftir að hann tók sjálfur við forstjórastólnum af Jóni Sigurðssyni sem hafði vermt hann í 26 ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×