Viðskipti innlent

Krónan styrkist en ekki á móti Bandaríkjadal

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Seðlabankinn.
Seðlabankinn. Vísir/Vilhelm

Íslenska krónan hefur styrkst það sem af er ári á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar, að Bandaríkjadal undanskildum. Bandaríkjadalur hefur ekki verið sterkari á móti evru í 20 ár.

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að eftir að hafa veikst dagana eftir innrás Rússlands í Úkraínu hafi krónan farið að styrkjast aftur. Verð á evru fór undir 140 krónur fyrri hluta aprílmánaðar og hefur haldist að mestu á milli 135 og 140 síðan. 

„Við eigum enn von á að krónan styrkist frekar og teljum líklegt að evran fari undir 135 í ár,“ segir í hagsjánni.

Evran hefur veikst á móti Bandaríkjadal það sem af er ári og hefur ekki verið veikari í 20 ár. 

„Seinustu hagtölur frá evrusvæðinu hafa verið frekar veikar, meðal annars mældist halli á viðskiptum við útlönd í Þýskalandi í fyrsta sinn síðan 1991. Evran fór nýverið undir 1,02 Bandaríkjadali og stefnir hraðbyri að því að vera á pari. Þrátt fyrir að evran hafi lækkað um 5,6 prósent á móti krónunni það sem af er ári og vegið meðaltal gjaldmiðla helstu viðskiptalanda okkar (gengisvísitalan) hafi lækkað um 4,4 prósent þá hefur Bandaríkjadalur hækkað um 5,0 prósent.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.