Taka varfærin skref í átt að stækkun eftir faraldurinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júlí 2022 14:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson Icelandair tekur á leigu BOEING 767 breiðþotu næstu tvær vikurnar til að bregðast við ástandinu sem nú ríkir á flugvöllum í Evrópu. Truflanir á aðfangakeðju og mannekla á flugvöllum hefur leitt til þess að flugfélög hafa neyðst til að fella niður flug eða seinka ferðum. Bogi Nils Bogason, forstjóri stjóri Icelandair, segir vélina auka sveigjanleika og þjónustu við viðskiptavini. Félagið gerði leigusamning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic en vélin verður fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug Icelandair. Boeing 767 tekur rúmlega þrjú hundruð farþega en félagið á fyrir þrjár slíkar vélar. „Við erum að verða fyrir því, eins og heimurinn allur, að aðfangakeðjan er aðeins hægari en venjulega út af ástandinu í heiminum og þess vegna taka viðhaldsverkefni lengri tíma. Síðan er mikil mannekla á flugvöllum úti í heimi sem veldur töfum og truflunum á leiðarkerfinu okkar. Til að bregðast við þessu og búa til meira svigrúm í okkar kerfi þá tökum við þessa vél inn núna næstu tvær vikurnar.“ Aðalatriðið sé að tryggja góða þjónustu. „Við viljum að áætlanir séu eins áreiðanlegar og hægt er og það sem við erum að glíma við núna eru þessar truflanir á flugvöllum úti í heimi og það er ekki síst þess vegna sem við bætum þessari flugvél við. Við viljum halda stundvísi eins góðri og við getum og sinna viðskiptavinum eins vel og við getum. Þetta eru krefjandi aðstæður. Okkar starfsfólk er að vinna ótrúlega vinnu á hverjum einasta degi og þetta bara býr til aukinn sveigjanleika.“ Félagið hefur undanfarna mánuði stigið skref í átt að stækkun en tilkynnt hefur verið um kaup á fjórum MAX vélum sem verða til taks á næsta ári. Þá hefur félagið gert samning um leigu á tveimur MAX vélum til viðbótar. Á næsta ári mun félagið þannig hafa yfir að ráða tuttugu MAX vélum. „Við stækkum en með varkárum hætti. Við erum ekki komin upp í sömu stærð og félagið var fyrir COVID ástandið og við horfum til þess að vaxa í takt við eftirspurn.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17 Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Félagið gerði leigusamning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic en vélin verður fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug Icelandair. Boeing 767 tekur rúmlega þrjú hundruð farþega en félagið á fyrir þrjár slíkar vélar. „Við erum að verða fyrir því, eins og heimurinn allur, að aðfangakeðjan er aðeins hægari en venjulega út af ástandinu í heiminum og þess vegna taka viðhaldsverkefni lengri tíma. Síðan er mikil mannekla á flugvöllum úti í heimi sem veldur töfum og truflunum á leiðarkerfinu okkar. Til að bregðast við þessu og búa til meira svigrúm í okkar kerfi þá tökum við þessa vél inn núna næstu tvær vikurnar.“ Aðalatriðið sé að tryggja góða þjónustu. „Við viljum að áætlanir séu eins áreiðanlegar og hægt er og það sem við erum að glíma við núna eru þessar truflanir á flugvöllum úti í heimi og það er ekki síst þess vegna sem við bætum þessari flugvél við. Við viljum halda stundvísi eins góðri og við getum og sinna viðskiptavinum eins vel og við getum. Þetta eru krefjandi aðstæður. Okkar starfsfólk er að vinna ótrúlega vinnu á hverjum einasta degi og þetta bara býr til aukinn sveigjanleika.“ Félagið hefur undanfarna mánuði stigið skref í átt að stækkun en tilkynnt hefur verið um kaup á fjórum MAX vélum sem verða til taks á næsta ári. Þá hefur félagið gert samning um leigu á tveimur MAX vélum til viðbótar. Á næsta ári mun félagið þannig hafa yfir að ráða tuttugu MAX vélum. „Við stækkum en með varkárum hætti. Við erum ekki komin upp í sömu stærð og félagið var fyrir COVID ástandið og við horfum til þess að vaxa í takt við eftirspurn.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17 Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17
Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02
Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20