Atlanta Hawks náði í stjörnuleikmann San Antonio Spurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 07:30 Dejounte Murray átti mjög gott tímabil með San Antonio Spurs og var valinn í Stjörnuleikinn í fyrsta sinn. Getty/Sean Gardner Dejounte Murray er kominn til Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta eftir leikmannaskipti Hawks og San Antonio Spurs. Þetta eru stærstu leikmannaskiptin í sumar. Murray var allt annað en ókeypis fyrir Atlanta menn því Spurs tók til baka ítalska landsliðsmanninn Danilo Gallinari auk þriggja valrétta úr fyrstu umferð en þeir eru frá 2023, 2025 og 2027. Félögin skipta einnig á valrétti árið 2026. Breaking: Spurs are trading Dejounte Murray to Atlanta for Danilo Gallinari, three first-round draft picks and a draft swap, per @ShamsCharania pic.twitter.com/4z0o0zitvu— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Atlanta Hawks ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili eftir að hafa dottið snemma út úr úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Dejounte Murray komst í stjörnuleikinn á síðasta tímabili eftir mjög gott tímabil með Spurs þar sem hann var með 21,1 stig, 9,2 stoðsendingar, 8,3 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann var með þrettán þrennur sem var nýtt félagmet hjá San Antonio á einu tímabili. Spurs since Tim Duncan retired in 2016: Traded Kawhi Leonard Manu Ginobili retired Lost Tony Parker in free agency Cut LaMarcus Aldridge Traded DeMar DeRozan Traded Dejounte Murray pic.twitter.com/RgNm3gn7jj— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Hinn 25 ára gamli Murray myndar nú mjög spennandi bakvarðartvíeyki með Trae Young sem hefur farið á kostum síðustu ár. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu NBA þar sem tveir leikmenn spila saman eftir að hafa verið með að minnsta kosti 20 stig og 8 stoðsendingar í leik tímabilið á undan. Murray fær 16,6 milljónir dollara fyrir komandi tímabili eða 2,2 milljarða króna en samningur hans rennur út árið 2024. Hinn 33 ára gamli Gallinari var með 11,7 stig og 4,7 fráköst í leik á síðustu leiktíð. Hann fær 21,5 milljón dollara fyrir komandi tímabil eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Trae Young and Dejounte Murray will be the 1st pair of teammates in NBA history who each averaged 20 points per game and 8 assists per game in the previous season.h/t @EliasSports pic.twitter.com/g20OEY1MPd— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2022 NBA Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Murray var allt annað en ókeypis fyrir Atlanta menn því Spurs tók til baka ítalska landsliðsmanninn Danilo Gallinari auk þriggja valrétta úr fyrstu umferð en þeir eru frá 2023, 2025 og 2027. Félögin skipta einnig á valrétti árið 2026. Breaking: Spurs are trading Dejounte Murray to Atlanta for Danilo Gallinari, three first-round draft picks and a draft swap, per @ShamsCharania pic.twitter.com/4z0o0zitvu— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Atlanta Hawks ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili eftir að hafa dottið snemma út úr úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Dejounte Murray komst í stjörnuleikinn á síðasta tímabili eftir mjög gott tímabil með Spurs þar sem hann var með 21,1 stig, 9,2 stoðsendingar, 8,3 fráköst og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann var með þrettán þrennur sem var nýtt félagmet hjá San Antonio á einu tímabili. Spurs since Tim Duncan retired in 2016: Traded Kawhi Leonard Manu Ginobili retired Lost Tony Parker in free agency Cut LaMarcus Aldridge Traded DeMar DeRozan Traded Dejounte Murray pic.twitter.com/RgNm3gn7jj— Bleacher Report (@BleacherReport) June 29, 2022 Hinn 25 ára gamli Murray myndar nú mjög spennandi bakvarðartvíeyki með Trae Young sem hefur farið á kostum síðustu ár. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu NBA þar sem tveir leikmenn spila saman eftir að hafa verið með að minnsta kosti 20 stig og 8 stoðsendingar í leik tímabilið á undan. Murray fær 16,6 milljónir dollara fyrir komandi tímabili eða 2,2 milljarða króna en samningur hans rennur út árið 2024. Hinn 33 ára gamli Gallinari var með 11,7 stig og 4,7 fráköst í leik á síðustu leiktíð. Hann fær 21,5 milljón dollara fyrir komandi tímabil eða 2,8 milljarða íslenskra króna. Trae Young and Dejounte Murray will be the 1st pair of teammates in NBA history who each averaged 20 points per game and 8 assists per game in the previous season.h/t @EliasSports pic.twitter.com/g20OEY1MPd— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2022
NBA Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu