Viðskipti innlent

Nótt tekur við Grænvangi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nótt Thorberg, nýr forstöðumaður Grænvangs.
Nótt Thorberg, nýr forstöðumaður Grænvangs. Aðsend.

Nótt Thorberg hefur verið ráðin forstöðumaður Grænvangs. Hún hefur að undanförnu starfað sem forstöðumaður vara og viðskiptahollustu hjá Icelandair.

Staða forstöðumanns var auglýst í vor en áður hafði Eggert Benedikt Guðmundsson gegnt starfinu. Hann lét af störfum í desember.

Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að Nótt sé með meistaragráðu í markaðsfræðum frá Strathclyde Háskóla í Skotlandi, en hefur einnig lokið tveimur CIM diplómum frá Cambridge Marketing College og Háskólanum í Reykjavík ásamt leiðsöguprófi um Ísland.

Þar segir enn fremur að Nótt hafi umfangsmikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, vöruþróun, rekstri og stjórnun. Hún hefur unnið hjá Samskipum, Marel og Icelandair, auk þess sem að hún var formaður Stjórnvísis og á meðal stofnenda félagsins Konur í sjávarútvegi.

Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir og hefur verið starfræktur í tæp þrjú ár. Hlutverk Grænvangs er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði, stuðla að framgangi grænna lausna og efla samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs varðandi aðgerðir í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda..

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.