Neytendur

„Ekkert hægt að koma í veg fyrir þessa þróun“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Áfengi á svipuðu verði og í ríkinu fæst nú í vefverslun Heimkaupa.
Áfengi á svipuðu verði og í ríkinu fæst nú í vefverslun Heimkaupa. vísir/bjarni

Heimkaup opnuðu í dag fyrir sölu á áfengi á vefsíðu sinni. Forstjóri Heimkaupa segir þetta mikil tímamót. Nú sé í fyrsta skipti á Íslandi hægt að versla sér mat og áfengi á sama stað líkt og annars staðar í Evrópu.

Hægt og ró­lega hefur vef­verslun með á­fengi orðið al­geng á Ís­landi.

Frá því að fyrir­tækið Bjórland hóf að selja á­fengi fyrir tæpum tveimur árum síðan hafa fleiri fy­ri­rtæki komið sér á fót og gert slíkt hið sama.

Vef­verslun ís­lenskra fyrir­tækja með á­fengi hér á landi er þó bönnuð sam­kvæmt lögum. Hægt hefur verið að komast fram hjá þessu með því að opna fyrir­tæki er­lendis sem selur á­fengið en vera með inn­lent fyrir­tæki sem dreifir því.

„Það eru auð­vitað for­dæmi fyrir þessu nú þegar og þar af leiðandi teljum við okkur ekki vera að gera neitt ó­eðli­legt. Auk þess að þá hafa við­skipta­vinir, bæði Heim­kaupa og annarra verslana, verið að kalla eftir þjónustu sem þessari,“ segir Pálmi Jóns­son, for­stjóri Heim­kaupa, í sam­tali við frétta­stofu.

Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, segir þetta mikla breytingu fyrir íslenska neytendur. Þeir geti nú verslað sér rautt með steikinni í sömu innkaupum.aðsend

Heim­kaup selur á­fengið þannig í gegn um danska fyrir­tækið Heim­kaup ApS en dreifa því með Heim­kaupum á Ís­landi.

„Ef að þú kaupir í dag á­fengi á netinu, til dæmis á Amazon, og færð það sent með póstinum. Pósturinn kemur því til þín. Þetta er í raun svipuð þjónusta og við erum að veita,“ segir Pálmi.

ÁTVR hefur sett sig mjög upp á móti þessum vef­verslunum og reynt að reka mál gegn þeim. Héraðs­dómur Reykja­víkur vísaði þeim þó frá og telur stofnunin það ekki lengur í sínum verka­hring að reyna að sporna gegn þessari þróun. Það verði lög­gjafinn að gera. ÁTVR vildi ekki tjá sig um vef­verslun Heim­kaupa með á­fengi þegar eftir því var leitað.

„Staðan er bara sú að þetta er leyfi­legt í öllum öðrum löndum í Evrópu. Því miður er ekkert hægt að koma í veg fyrri þessa þróun til lengri tíma,“ segir Pálmi.

Og nú verður í fyrsta skipti hægt að versla bæði mat­vöru á á­fengi í sömu verslun á Ís­landi.

„Þetta er bara þannig núna geturðu keypt í matinn og fengið rauð­vín með steikinni eða bjór með leiknum. Þannig að þetta er tölu­verð breyting frá því hvernig þetta hefur verið á Ís­landi,“ segir Pálmi.

Fréttin var uppfærð klukkan 16:56: Upprunalega stóð að Santé hefði riðið á vaðið með netsölu á áfengi hér á landi. Vefverslunin Bjórland kom hins vegar nokkru á undan.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.