Viðskipti innlent

Kristín Rut ráðin úti­bús­stjóri í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Rut Einarsdóttir.
Kristín Rut Einarsdóttir. Landsbankinn

Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að Kristín Rut sé með BA-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands auk kennsluréttinda og hafi nýlokið meistaraprófi í viðskiptafræði frá HÍ með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Þá hafi hún lokið PMD-stjórnendanámi hjá Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík.

„Kristín Rut hefur verið forstöðumaður Þjónustuvers einstaklinga frá árinu 2008. Hún hefur komið að og stýrt fjölmörgum verkefnum sem tengjast Þjónustuverinu og því sífellt mikilvægara hlutverki sem það gegnir í þjónustu við viðskiptavini.“

Kristín Rut tekur við stjórnun útibúsins í Hafnarfirði af Berglindi Rut Hauksdóttur sem tekur við nýju starfi hjá Viðskiptalausnum einstaklinga hjá bankanum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×