Sport

Fjór­tán ára strákur möl­brýtur stereó­týpuna af dýfinga­mönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zeke Sanchez fær góðan stuðning frá fjölskyldu sinni.
Zeke Sanchez fær góðan stuðning frá fjölskyldu sinni. Instagram/@zeke__sanchez

Zeke Sanchez tryggði sér um helgina sæti á bandaríska meistaramóti unglinga í dýfingum en tilþrif hans af þriggja metra brettinu hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Hingað til hafa flestir dýfingamenn verið smávaxnir og grannir enda eru þurfa þeir að framkvæma krefjandi æfingar í loftinu og lenda með sem minnstum buslugangi.

Þessi fjórtán ára strákur frá Arizona lætur ekki slíka staðalímynd af dýfingamönnum stoppa sig að upplifa drauminn.

Hann ætlar sér að ná langt í heimi dýfinganna og hefur fullan stuðning foreldra hans sem gera allt svo að drengurinn þeirra geti mölbrotið staðalímyndina af dýfingamönnum.

Zeke hefur fyrir löngu slegið í gegn fyrir dýfingatilþrif sín á samfélagsmiðlum en um helgina stóðst hans samkeppnina og tryggði sér þátttökurétt meðal þeirra bestu á sínum aldri.

Hann komst á úrslitamótið á bæði eins og þriggja metra palli en þessu náði hann aðeins tveimur dögum fyrir fimmtán ára afmælisdaginn sinn.

Það hefur ekki vantað fordómana, aðfinnslurnar og athugasemdirnar á netinu en strákurinn lætur það ekki stoppa sig ekki frekar en þyngdina. Hann er frábær dýfingamaður eins og sjá má hér fyrir ofan en Sportcenter fjallaði um strákinn á miðlum sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.