Hlutabréfaverð lækkaði eftir að Nova var hringt inn í Kauphöllina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. júní 2022 12:31 Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, þegar bjöllunni var hringt í morgun. Nova var hringt inn í Kauphöllina í morgun klukkan hálf tíu en gengi hlutabréfa lækkaði fljótlega um tíu prósent frá fyrstu viðskiptum. Greinandi hjá Jakobsson Capital segir það afskaplega slæmt fyrir Nova og Arion, sem hélt úboðið, og telur þetta dæmi um að menn þurfi að vanda betur til verka. Fyrstu viðskipti með hlutabréf Nova hófust klukkan hálf tíu og var bjöllunni hringt í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, var bjartsýn á framhaldið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun við opnun markaða. „Við höldum bara áfram að hlúa að þeim markmiðum sem að við höfum verið að hlúa að í ferðalaginu hjá okkur síðastliðin fimmtán ár. Að eiga ánægðustu viðskiptavinina, hlúa að starfsfólkinu og vera besti vinnustaðurinn. Halda áfram að byggja upp sterka innviði og vera með besta netsambandið og að vera með sterkasta vörumerkið hjá okkur. Þannig trúi ég að við höldum áfram að vaxa og dafna,“ sagði Margrét. Verð á hlut stendur nú í 4,68 krónum. Athygli vekur þó að hlutabréfin höfðu lækkað í verði um tíu prósent nokkrum klukkustundum eftir fyrstu viðskipti dagsins. Gengi hlutabréfa við opnun markaða var 5,11 krónur en stendur þegar þetta er skrifað í rúmlega 4,6 krónum á hlut. Lægst fór verðið niður í 4,52 krónur. Vanda þurfi til verka Snorri Jakobsson, hjá Jakobsson Capital, segist ekki muna eftir því á íslenskum markaði að hlutabréf falli í verði með þessum hætti á fyrstu klukkustundunum. „Þetta er afskaplega slæmt fyrir Nova og þann sem hélt útboðið, Arion banka. Þetta eru kannski ákveðnir álitshnekkir,“ segir Snorri. Nova seldi 45 prósent hlutafjár síns í útboði fyrr í mánuðinum, að andvirði 8,7 milljarða króna, en seljendur höfðu þá ákveðið að stækka útboðið um 20 prósent, þrátt fyrir að ekki hafi verið umfram eftirspurn hjá fagfjárfestum. „Þetta kannski kennir manni að fara sér hægt og vanda sig meira þegar menn eru að skrá, það vantaði svolítið svona kjölfestu fagfjárfestanna sem eru styrkasta stoðin í eigendahópnum,“ segir Snorri. Ómögulegt er þó að segja til um hvernig málin muni þróast og því verði tíminn að leiða í ljós hverjar langtímaafleiðingarnar verða fyrir Nova. Fjarskipti Kauphöllin Nova Tengdar fréttir Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fyrstu viðskipti með hlutabréf Nova hófust klukkan hálf tíu og var bjöllunni hringt í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, var bjartsýn á framhaldið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun við opnun markaða. „Við höldum bara áfram að hlúa að þeim markmiðum sem að við höfum verið að hlúa að í ferðalaginu hjá okkur síðastliðin fimmtán ár. Að eiga ánægðustu viðskiptavinina, hlúa að starfsfólkinu og vera besti vinnustaðurinn. Halda áfram að byggja upp sterka innviði og vera með besta netsambandið og að vera með sterkasta vörumerkið hjá okkur. Þannig trúi ég að við höldum áfram að vaxa og dafna,“ sagði Margrét. Verð á hlut stendur nú í 4,68 krónum. Athygli vekur þó að hlutabréfin höfðu lækkað í verði um tíu prósent nokkrum klukkustundum eftir fyrstu viðskipti dagsins. Gengi hlutabréfa við opnun markaða var 5,11 krónur en stendur þegar þetta er skrifað í rúmlega 4,6 krónum á hlut. Lægst fór verðið niður í 4,52 krónur. Vanda þurfi til verka Snorri Jakobsson, hjá Jakobsson Capital, segist ekki muna eftir því á íslenskum markaði að hlutabréf falli í verði með þessum hætti á fyrstu klukkustundunum. „Þetta er afskaplega slæmt fyrir Nova og þann sem hélt útboðið, Arion banka. Þetta eru kannski ákveðnir álitshnekkir,“ segir Snorri. Nova seldi 45 prósent hlutafjár síns í útboði fyrr í mánuðinum, að andvirði 8,7 milljarða króna, en seljendur höfðu þá ákveðið að stækka útboðið um 20 prósent, þrátt fyrir að ekki hafi verið umfram eftirspurn hjá fagfjárfestum. „Þetta kannski kennir manni að fara sér hægt og vanda sig meira þegar menn eru að skrá, það vantaði svolítið svona kjölfestu fagfjárfestanna sem eru styrkasta stoðin í eigendahópnum,“ segir Snorri. Ómögulegt er þó að segja til um hvernig málin muni þróast og því verði tíminn að leiða í ljós hverjar langtímaafleiðingarnar verða fyrir Nova.
Fjarskipti Kauphöllin Nova Tengdar fréttir Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05