Hlutabréfaverð lækkaði eftir að Nova var hringt inn í Kauphöllina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. júní 2022 12:31 Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, þegar bjöllunni var hringt í morgun. Nova var hringt inn í Kauphöllina í morgun klukkan hálf tíu en gengi hlutabréfa lækkaði fljótlega um tíu prósent frá fyrstu viðskiptum. Greinandi hjá Jakobsson Capital segir það afskaplega slæmt fyrir Nova og Arion, sem hélt úboðið, og telur þetta dæmi um að menn þurfi að vanda betur til verka. Fyrstu viðskipti með hlutabréf Nova hófust klukkan hálf tíu og var bjöllunni hringt í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, var bjartsýn á framhaldið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun við opnun markaða. „Við höldum bara áfram að hlúa að þeim markmiðum sem að við höfum verið að hlúa að í ferðalaginu hjá okkur síðastliðin fimmtán ár. Að eiga ánægðustu viðskiptavinina, hlúa að starfsfólkinu og vera besti vinnustaðurinn. Halda áfram að byggja upp sterka innviði og vera með besta netsambandið og að vera með sterkasta vörumerkið hjá okkur. Þannig trúi ég að við höldum áfram að vaxa og dafna,“ sagði Margrét. Verð á hlut stendur nú í 4,68 krónum. Athygli vekur þó að hlutabréfin höfðu lækkað í verði um tíu prósent nokkrum klukkustundum eftir fyrstu viðskipti dagsins. Gengi hlutabréfa við opnun markaða var 5,11 krónur en stendur þegar þetta er skrifað í rúmlega 4,6 krónum á hlut. Lægst fór verðið niður í 4,52 krónur. Vanda þurfi til verka Snorri Jakobsson, hjá Jakobsson Capital, segist ekki muna eftir því á íslenskum markaði að hlutabréf falli í verði með þessum hætti á fyrstu klukkustundunum. „Þetta er afskaplega slæmt fyrir Nova og þann sem hélt útboðið, Arion banka. Þetta eru kannski ákveðnir álitshnekkir,“ segir Snorri. Nova seldi 45 prósent hlutafjár síns í útboði fyrr í mánuðinum, að andvirði 8,7 milljarða króna, en seljendur höfðu þá ákveðið að stækka útboðið um 20 prósent, þrátt fyrir að ekki hafi verið umfram eftirspurn hjá fagfjárfestum. „Þetta kannski kennir manni að fara sér hægt og vanda sig meira þegar menn eru að skrá, það vantaði svolítið svona kjölfestu fagfjárfestanna sem eru styrkasta stoðin í eigendahópnum,“ segir Snorri. Ómögulegt er þó að segja til um hvernig málin muni þróast og því verði tíminn að leiða í ljós hverjar langtímaafleiðingarnar verða fyrir Nova. Fjarskipti Kauphöllin Nova Tengdar fréttir Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05 Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Fyrstu viðskipti með hlutabréf Nova hófust klukkan hálf tíu og var bjöllunni hringt í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, var bjartsýn á framhaldið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun við opnun markaða. „Við höldum bara áfram að hlúa að þeim markmiðum sem að við höfum verið að hlúa að í ferðalaginu hjá okkur síðastliðin fimmtán ár. Að eiga ánægðustu viðskiptavinina, hlúa að starfsfólkinu og vera besti vinnustaðurinn. Halda áfram að byggja upp sterka innviði og vera með besta netsambandið og að vera með sterkasta vörumerkið hjá okkur. Þannig trúi ég að við höldum áfram að vaxa og dafna,“ sagði Margrét. Verð á hlut stendur nú í 4,68 krónum. Athygli vekur þó að hlutabréfin höfðu lækkað í verði um tíu prósent nokkrum klukkustundum eftir fyrstu viðskipti dagsins. Gengi hlutabréfa við opnun markaða var 5,11 krónur en stendur þegar þetta er skrifað í rúmlega 4,6 krónum á hlut. Lægst fór verðið niður í 4,52 krónur. Vanda þurfi til verka Snorri Jakobsson, hjá Jakobsson Capital, segist ekki muna eftir því á íslenskum markaði að hlutabréf falli í verði með þessum hætti á fyrstu klukkustundunum. „Þetta er afskaplega slæmt fyrir Nova og þann sem hélt útboðið, Arion banka. Þetta eru kannski ákveðnir álitshnekkir,“ segir Snorri. Nova seldi 45 prósent hlutafjár síns í útboði fyrr í mánuðinum, að andvirði 8,7 milljarða króna, en seljendur höfðu þá ákveðið að stækka útboðið um 20 prósent, þrátt fyrir að ekki hafi verið umfram eftirspurn hjá fagfjárfestum. „Þetta kannski kennir manni að fara sér hægt og vanda sig meira þegar menn eru að skrá, það vantaði svolítið svona kjölfestu fagfjárfestanna sem eru styrkasta stoðin í eigendahópnum,“ segir Snorri. Ómögulegt er þó að segja til um hvernig málin muni þróast og því verði tíminn að leiða í ljós hverjar langtímaafleiðingarnar verða fyrir Nova.
Fjarskipti Kauphöllin Nova Tengdar fréttir Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05 Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Hlutafjárútboð Nova og þegar partýið í Kauphöllinni klárast Markaðsaðstæður hafa sjaldan verið eins krefjandi frá því eftir fjármálahrunið 2008. Úrvalsvísitalan er niður um meira en 22 prósent frá áramótum – skilgreining á því sem er gjarnan nefnt bjarnarmarkaður – og útlit er fyrir enn frekari skarpar vaxtahækkanir Seðlabankans á næstu mánuðum eigi að takast að ná böndum á verðbólgu og hækkandi verðbólguvæntingum. 14. júní 2022 16:05