Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2022 22:47 Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun þar sem fjallað var um samkeppnishæfni ríkja. IMD háskólinn gerir árlegar greiningar á samkeppnishæfni ríkja og var sú greining til umræðu á fundinum. Ísland raðar sér í 16. sæti listans og rekur því enn lestina í samanburði við hin Norðurlöndin. Aukið vinnuafl forsenda hagvaxtar Lilja beindi sjónum að of fáum vinnandi höndum. „Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það. Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því. Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Og vitið þið, þetta bara telur. Þetta bara telur.” Þá bar hún saman íslenska og bandaríska hagkerfið. „Verðbólguþrýstingur er svipaður. Þeir eru bara að lenda í því sama og við vegna þess að það er skortur á vinnuafli. Þetta verður viðvarandi vandi í vestrænum hagkerfum næstu tvö til fimm árin. Það er þannig að ef hagkerfin sjá ekki tveggja prósenta vöxt vinnuafls, þá er ekki hægt að sjá fram á langtíma hagvöxt. Japan er gott dæmi um það, þeir sofnuðu á verðinum í fólksfjölgun.“ Lilja vill jafnframt afnema skerðingar á aldurstengdum starfslokum og auka valfrelsi til atvinnu. „Galið“ sé að neyða fólk að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. „Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað, þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.“ Hægt er að sjá erindi Lilju í spilaranum en ávarp hennar hefst eftir um 35 mínútur. Draga þurfi úr takmörkunum Varðandi samkeppnishæfni og beinar fjárfestingar erlandra aðila telur Lilja að draga þurfi úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Ferðaþjónustan hafi í því samhengi breytt hagkerfinu mikið síðustu ár. „Allt í einu erum við komin með hagkerfi sem býr til meiri afgang en við erum að nota,“ sagði Lilja og á við að ferðaþjónustan hafi búið til svo miklar gjaldeyristekjur að gjaldeyrisforðinn sé orðinn mikill. Hún telur að næsta skref sé að fara skimun á því hvar ríkið ætti fá beinar fjárfestingar og nefnir kvikmyndaiðnaðinn í því samhengi. „Þetta snýst um að fara inn í geira þar sem gengur vel og aðstoða. Þetta hefur virkað fyrir mjög mörg hagkerfi, Suður-Kórea gerir þetta til dæmis markvisst.“ Fréttin hefur verið uppfærð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun þar sem fjallað var um samkeppnishæfni ríkja. IMD háskólinn gerir árlegar greiningar á samkeppnishæfni ríkja og var sú greining til umræðu á fundinum. Ísland raðar sér í 16. sæti listans og rekur því enn lestina í samanburði við hin Norðurlöndin. Aukið vinnuafl forsenda hagvaxtar Lilja beindi sjónum að of fáum vinnandi höndum. „Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það. Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því. Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Og vitið þið, þetta bara telur. Þetta bara telur.” Þá bar hún saman íslenska og bandaríska hagkerfið. „Verðbólguþrýstingur er svipaður. Þeir eru bara að lenda í því sama og við vegna þess að það er skortur á vinnuafli. Þetta verður viðvarandi vandi í vestrænum hagkerfum næstu tvö til fimm árin. Það er þannig að ef hagkerfin sjá ekki tveggja prósenta vöxt vinnuafls, þá er ekki hægt að sjá fram á langtíma hagvöxt. Japan er gott dæmi um það, þeir sofnuðu á verðinum í fólksfjölgun.“ Lilja vill jafnframt afnema skerðingar á aldurstengdum starfslokum og auka valfrelsi til atvinnu. „Galið“ sé að neyða fólk að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. „Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað, þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.“ Hægt er að sjá erindi Lilju í spilaranum en ávarp hennar hefst eftir um 35 mínútur. Draga þurfi úr takmörkunum Varðandi samkeppnishæfni og beinar fjárfestingar erlandra aðila telur Lilja að draga þurfi úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Ferðaþjónustan hafi í því samhengi breytt hagkerfinu mikið síðustu ár. „Allt í einu erum við komin með hagkerfi sem býr til meiri afgang en við erum að nota,“ sagði Lilja og á við að ferðaþjónustan hafi búið til svo miklar gjaldeyristekjur að gjaldeyrisforðinn sé orðinn mikill. Hún telur að næsta skref sé að fara skimun á því hvar ríkið ætti fá beinar fjárfestingar og nefnir kvikmyndaiðnaðinn í því samhengi. „Þetta snýst um að fara inn í geira þar sem gengur vel og aðstoða. Þetta hefur virkað fyrir mjög mörg hagkerfi, Suður-Kórea gerir þetta til dæmis markvisst.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira