Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2022 22:47 Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun þar sem fjallað var um samkeppnishæfni ríkja. IMD háskólinn gerir árlegar greiningar á samkeppnishæfni ríkja og var sú greining til umræðu á fundinum. Ísland raðar sér í 16. sæti listans og rekur því enn lestina í samanburði við hin Norðurlöndin. Aukið vinnuafl forsenda hagvaxtar Lilja beindi sjónum að of fáum vinnandi höndum. „Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það. Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því. Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Og vitið þið, þetta bara telur. Þetta bara telur.” Þá bar hún saman íslenska og bandaríska hagkerfið. „Verðbólguþrýstingur er svipaður. Þeir eru bara að lenda í því sama og við vegna þess að það er skortur á vinnuafli. Þetta verður viðvarandi vandi í vestrænum hagkerfum næstu tvö til fimm árin. Það er þannig að ef hagkerfin sjá ekki tveggja prósenta vöxt vinnuafls, þá er ekki hægt að sjá fram á langtíma hagvöxt. Japan er gott dæmi um það, þeir sofnuðu á verðinum í fólksfjölgun.“ Lilja vill jafnframt afnema skerðingar á aldurstengdum starfslokum og auka valfrelsi til atvinnu. „Galið“ sé að neyða fólk að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. „Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað, þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.“ Hægt er að sjá erindi Lilju í spilaranum en ávarp hennar hefst eftir um 35 mínútur. Draga þurfi úr takmörkunum Varðandi samkeppnishæfni og beinar fjárfestingar erlandra aðila telur Lilja að draga þurfi úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Ferðaþjónustan hafi í því samhengi breytt hagkerfinu mikið síðustu ár. „Allt í einu erum við komin með hagkerfi sem býr til meiri afgang en við erum að nota,“ sagði Lilja og á við að ferðaþjónustan hafi búið til svo miklar gjaldeyristekjur að gjaldeyrisforðinn sé orðinn mikill. Hún telur að næsta skref sé að fara skimun á því hvar ríkið ætti fá beinar fjárfestingar og nefnir kvikmyndaiðnaðinn í því samhengi. „Þetta snýst um að fara inn í geira þar sem gengur vel og aðstoða. Þetta hefur virkað fyrir mjög mörg hagkerfi, Suður-Kórea gerir þetta til dæmis markvisst.“ Fréttin hefur verið uppfærð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun þar sem fjallað var um samkeppnishæfni ríkja. IMD háskólinn gerir árlegar greiningar á samkeppnishæfni ríkja og var sú greining til umræðu á fundinum. Ísland raðar sér í 16. sæti listans og rekur því enn lestina í samanburði við hin Norðurlöndin. Aukið vinnuafl forsenda hagvaxtar Lilja beindi sjónum að of fáum vinnandi höndum. „Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það. Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því. Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Og vitið þið, þetta bara telur. Þetta bara telur.” Þá bar hún saman íslenska og bandaríska hagkerfið. „Verðbólguþrýstingur er svipaður. Þeir eru bara að lenda í því sama og við vegna þess að það er skortur á vinnuafli. Þetta verður viðvarandi vandi í vestrænum hagkerfum næstu tvö til fimm árin. Það er þannig að ef hagkerfin sjá ekki tveggja prósenta vöxt vinnuafls, þá er ekki hægt að sjá fram á langtíma hagvöxt. Japan er gott dæmi um það, þeir sofnuðu á verðinum í fólksfjölgun.“ Lilja vill jafnframt afnema skerðingar á aldurstengdum starfslokum og auka valfrelsi til atvinnu. „Galið“ sé að neyða fólk að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. „Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað, þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.“ Hægt er að sjá erindi Lilju í spilaranum en ávarp hennar hefst eftir um 35 mínútur. Draga þurfi úr takmörkunum Varðandi samkeppnishæfni og beinar fjárfestingar erlandra aðila telur Lilja að draga þurfi úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Ferðaþjónustan hafi í því samhengi breytt hagkerfinu mikið síðustu ár. „Allt í einu erum við komin með hagkerfi sem býr til meiri afgang en við erum að nota,“ sagði Lilja og á við að ferðaþjónustan hafi búið til svo miklar gjaldeyristekjur að gjaldeyrisforðinn sé orðinn mikill. Hún telur að næsta skref sé að fara skimun á því hvar ríkið ætti fá beinar fjárfestingar og nefnir kvikmyndaiðnaðinn í því samhengi. „Þetta snýst um að fara inn í geira þar sem gengur vel og aðstoða. Þetta hefur virkað fyrir mjög mörg hagkerfi, Suður-Kórea gerir þetta til dæmis markvisst.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira