Atvinnulíf

Öfund á vinnustöðum er ekkert grín

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Að vera grænn af öfund út í vinnufélaga er verst fyrir þann sem upplifir þessa líðan. Öfundsýki getur líka haft bein áhrif á það hvernig okkur tekst til í starfi en mögulega er hægt að snúa vörn í sókn.
Að vera grænn af öfund út í vinnufélaga er verst fyrir þann sem upplifir þessa líðan. Öfundsýki getur líka haft bein áhrif á það hvernig okkur tekst til í starfi en mögulega er hægt að snúa vörn í sókn. Vísir/Getty

Stundum fleygjum við orðatiltækinu „að vera græn af öfund“ fram í gríni. En öfund á vinnustöðum er þó ekkert grín.

Þannig hafa rannsóknir sýnt að þegar öfund grasserar á vinnustöðum eru afleiðingarnar oft þær að heiðarleiki og traust ekki til staðar á milli vinnufélaga eins og þyrfti. 

Þá eru líkur á baktali á vinnustaðnum mun meiri en ella. 

Öfundsýki getur líka verið skýringin á því hvers vegna sumt starfsfólk er skilið út undan af vinnufélögum sínum.

Það getur hins vegar verið erfitt fyrir vinnustaði að takast á við öfund. Því fæstir vilja viðurkenna að þeir séu öfundsjúkir eða afbrýðisamir út í vinnufélaga.

Að vera öfundsjúkur er hins vegar líðan sem fyrst og fremst skaðar þann sem finnur til öfundar eða afbrýðisemi.

Í umfjöllun Harvard Business Review um öfund á vinnustöðum er til dæmis bent á að sá sem upplifir öfund dregur samhliða úr sínu eigin sjálfsmati. 

Öfundsýki getur líka haft bein áhrif á það hvernig okkur gengur í vinnunni. Því ef að við erum alltaf að velta því fyrir okkur hvað aðrir eru að gera eða hversu vel þeim gengur, erum við ekki með hugann nægilega vel í okkar eigin verkefnum.

Það vill hins vegar enginn vera öfundsjúkur. Þess vegna kallar öfund og afbrýðisemi fram ónot innra með okkur. Enda líðan sem við erum að reynum að fela og viljum jafnvel ekki viðurkenna fyrir okkur sjálfum.

En mögulega er hægt að snúa vörn í sókn.

Því í umfjöllun Discover má lesa um rannsókn frá árinu 2019 þar sem niðurstöður draga fram nokkur jákvæð atriði sem öfund getur kallað fram.

Þessi atriði eru:

  • Við verðum metnaðarfylltri til að standa okkur vel í starfi 
  • Við verðum viljugri til að bæta okkur sjálf, til dæmis með því að læra eitthvað nýtt
  • Við erum vandvirkari þegar að við skoðum ráðningaauglýsingar
  • Öfundin getur gert okkur betri í að setja okkur markmið og ná þeim
  • Stundum gerir öfundin það að verkum að við leitum frekar ráða hjá samstarfsfélaga, jafnvel þeim sem við erum að öfundast út í.

Að uppræta öfund á vinnustöðum er alltaf af því góða. Því niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að þar sem öfund er til staðar, verður andrúmsloft oft þrungið spennu, fólk verður þreyttari eftir vinnudaginn og finnur jafnvel til þunglyndis.


Tengdar fréttir

Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg

Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.