Spá því að verðbólga fari úr 7,6 í 8,4 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 13. júní 2022 14:35 Greining Íslandsbanka á von á því að verðbólgan nái hámarki í haust. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði en tólf mánaða verðbólga mældist 7,6% í maí og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. Áfram vegur innflutt verðbólga og hækkandi íbúðaverð þungt í hækkun vísitölunnar. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir í bráðabirgðaspá að töluverð hækkun eldsneytisverðs og flugfargjalda sé helsta ástæða þess að verðbólga aukist í júní. Verðbólgan nái toppi í ágúst þegar hún mælist 8,8% en mikil óvissa ríki um stöðuna og aðstæður séu fljótar að breytast. „Íbúðaverð heldur áfram að hækka samkvæmt spá okkar. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar þróun íbúðaverðs að mestu, hefur hækkað um ríflega 10% frá ársbyrjun. Við spáum því að liðurinn hækki um 2,2% á milli mánaða.“ Íbúðaverð haldi áfram að hækka Að sögn Greiningar Íslandsbanka virðist ekkert lát vera á hækkunum íbúðaverðs og útlit fyrir að á næstu mánuðum haldi verð áfram að hækka. Bundnar séu vonir við að markaðurinn fari að róast þegar líður á árið með hækkandi vöxtum og auknu framboði nýrra íbúða. Fyrir utan húsnæðisliðinn er það liðurinn ferðir og flutningar sem vegur þyngst og spáir Greining Íslandsbanka að hann hækki um 2,5% milli maí og júní. Þar muni mestu um eldsneytisverð sem hækki um 6,7%. Á sama tíma hækkar húsnæðisliðurinn um 2,2% milli mánaða, samkvæmt spá bankans. Í skammtímaspá Greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir 0,4% hækkun verðbólgu í júlí, 0,6% í ágúst og 0,4% í september. Gangi sú spá eftir mælist verðbólga 8,7% í september og er gert ráð fyrir að hún nái toppi eftir það leyti og taki svo að hjaðna. Verðbólga muni fyrst hjaðna mjög hægt en hraðar þegar líða tekur á næsta ár. Verðlag Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Áfram vegur innflutt verðbólga og hækkandi íbúðaverð þungt í hækkun vísitölunnar. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir í bráðabirgðaspá að töluverð hækkun eldsneytisverðs og flugfargjalda sé helsta ástæða þess að verðbólga aukist í júní. Verðbólgan nái toppi í ágúst þegar hún mælist 8,8% en mikil óvissa ríki um stöðuna og aðstæður séu fljótar að breytast. „Íbúðaverð heldur áfram að hækka samkvæmt spá okkar. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar þróun íbúðaverðs að mestu, hefur hækkað um ríflega 10% frá ársbyrjun. Við spáum því að liðurinn hækki um 2,2% á milli mánaða.“ Íbúðaverð haldi áfram að hækka Að sögn Greiningar Íslandsbanka virðist ekkert lát vera á hækkunum íbúðaverðs og útlit fyrir að á næstu mánuðum haldi verð áfram að hækka. Bundnar séu vonir við að markaðurinn fari að róast þegar líður á árið með hækkandi vöxtum og auknu framboði nýrra íbúða. Fyrir utan húsnæðisliðinn er það liðurinn ferðir og flutningar sem vegur þyngst og spáir Greining Íslandsbanka að hann hækki um 2,5% milli maí og júní. Þar muni mestu um eldsneytisverð sem hækki um 6,7%. Á sama tíma hækkar húsnæðisliðurinn um 2,2% milli mánaða, samkvæmt spá bankans. Í skammtímaspá Greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir 0,4% hækkun verðbólgu í júlí, 0,6% í ágúst og 0,4% í september. Gangi sú spá eftir mælist verðbólga 8,7% í september og er gert ráð fyrir að hún nái toppi eftir það leyti og taki svo að hjaðna. Verðbólga muni fyrst hjaðna mjög hægt en hraðar þegar líða tekur á næsta ár.
Verðlag Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira