Viðskipti innlent

Innköllun á núðlum frá Lucky Me!

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Núðlurnar frá Lucky Me! hafa verið innkallaðar af Heilbrigðiseftirlitinu.
Núðlurnar frá Lucky Me! hafa verið innkallaðar af Heilbrigðiseftirlitinu. Aðsent

Í fréttatilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur fram að Vietnam Market hafi í samráði við stofnunina stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Instant Noodles Pancit Canton Chili frá Lucky Me!

Ástæða innköllunarinnar er að varnarefnið ethylene oxíð var notað við framleiðslu á innihaldsefnum sem síðan voru notuð við framleiðslu á vörunni en ethylene oxíð er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu. Í tilkynningunni segir að ethylene oxíð hafi ekki bráða eiturvirkni en hafi erfðaeituráhrif, þ.e. það geti skaðað erfðaefnið og geti því haft skaðleg áhrif á heilsu.

Hér eru upplýsingar um vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Lucky Me!

Vöruheiti: Instant Noodles Pancit Canton Chili

Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 27/07/2022

Strikamerki: 4807770271229

Nettómagn: 60 g

Framleiðandi: Mobde Nissin Thailand Co. LTD.

Framleiðsluland: Tæland


Þeir viðskiptavinir sem hafa keypt ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig má skila henni gegn endurgreiðslu í verslanir Vietnam Market, Bankastræti 11 og Laugavegi 86-94.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.