Viðskipti innlent

Frá Í­MARK til Krabba­meins­fé­lagsins

Atli Ísleifsson skrifar
Árni Reynir Alfredsson.
Árni Reynir Alfredsson. Aðsend

Árni Reynir Alfredsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hann tók við starfinu í byrjun mánaðar.

Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að Árni hafi lokið BA prófi í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og MBA-námi frá Háskóla Íslands árið 2009. 

„Hann hefur í gegnum störf sín öðlast mikla þekkingu og reynslu á sviði markaðsmála og stafrænnar þróunar. Árni kemur til Krabbameinsfélagsins frá ÍMARK en þar starfaði hann sem framkvæmdastjóri félagsins. 

Þar áður var Árni markaðsstjóri BYKO í rúm 7 ár, frá 2014 til 2021. Árni kemur til með að leiða öflugt teymi félagsins í markaðs,- kynningar og fjáröflunarmálum,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×