Handbolti

Ásta Björt snýr aftur til Eyja

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ásta Björt handsalar samninginn.
Ásta Björt handsalar samninginn. íbv

Stórskyttan Ásta Björt Júlíusdóttir er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt eftir eins árs veru hjá Haukum.

Ásta skrifaði í gær undir tveggja ára samning við ÍBV.

Ásta hefur leikið með ÍBV allan sinn feril ef undan er skilið nýafstaðið tímabil en hún lék með Haukum og gerði 103 mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Olís deildinni í vetur.

ÍBV komst alla leið í undanúrslit Olís deildarinnar á síðustu leiktíð en féll þar út fyrir Fram sem varð að lokum Íslandsmeistari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.