Það væri synd að segja að leikurinn hafi verið spennandi því Boston kláraði dæmið í 1. leikhluta. Heimamenn komust í 26-4 og leiddu með átján stigum eftir 1. leikhluta, 29-11. Gestirnir voru eitthvað illa áttaðir í byrjun leiks og klikkuðu á fimmtán af fyrstu sextán skotum sínum.
Boston var 24 stigum yfir í hálfleik, 57-33, og náði mest 32 stiga forskoti í 3. leikhluta. Þegar uppi var staðið munaði tuttugu stigum á liðunum, 102-82.
Jayson Tatum skoraði 31 stig fyrir Boston, þar af 24 í fyrri hálfleik, og var stigahæstur á vellinum. Aukaleikarar Boston voru öflugir. Payton Pritchard skoraði fjórtán stig af bekknum og Derrick White var með þrettán stig, átta fráköst og sex stoðsendingar.
31 PTS (24 first-half points)
— NBA (@NBA) May 24, 2022
8 REB
5 AST
2 BLK@jaytatum0 led the way for the @celtics in Game 4! #BleedGreen pic.twitter.com/yoPVmMu8Sc
Allt byrjunarlið Miami skoraði aðeins samtals átján stig. Victor Oladipo var stigahæstur gestanna með 23 stig og Duncan Robinson skoraði fjórtán stig. Tyler Herro var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Fimmti leikur liðanna fer fram í Miami aðfaranótt fimmtudags.