Körfubolti

Golden State einum sigri frá því að komast í úrslit í sjötta sinn á síðustu átta árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andrew Wiggins treður yfir Luka Doncic. Fyrst var dæmd sóknarvilla á Wiggins en dómnum var svo snúið við.
Andrew Wiggins treður yfir Luka Doncic. Fyrst var dæmd sóknarvilla á Wiggins en dómnum var svo snúið við. getty/Ron Jenkins

Golden State Warriors er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit NBA-deildarinnar eftir að hafa unnið Dallas Mavericks, 100-109, í nótt. Golden State leiðir einvígið, 3-0.

Luka Doncic átti aftur frábæran leik fyrir Dallas og skoraði fjörutíu stig og tók ellefu fráköst en það dugði ekki til.

Stephen Curry skoraði 31 stig og gaf ellefu stoðsendingar í liði Golden State. Andrew Wiggins setti persónulegt met í úrslitakeppni með því að skora 27 stig. Hann átti meðal annars svakalega troðslu yfir Doncic sem má sjá hér fyrir neðan.

Ef Golden State vinnur fjórða leikinn gegn Dallas aðfaranótt þriðjudags kemst liðið í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Golden State varð meistari 2015, 2017 og 2018 en tapaði í úrslitum 2016 og 2019.

Tölfræðin er allavega með Stríðsmönnunum í liði en ekkert lið hefur komið til baka og farið áfram eftir að hafa lent 3-0 undir í úrslitakeppninni.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.