Boston fyrsta liðið til að vinna í Miami í úrslitakeppninni og allt jafnt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 07:31 Marcus Smart missti af leik eitt en sýndi mikilvægi sitt í öðrum leiknum í nótt þar sem Boston Celtics vann stórsigur á Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar. AP/Lynne Sladky Boston Celtics jafnaði úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í 1-1 eftir sannfærandi 25 stiga útisigur á Miami Heat í úrslitakeppni NBA í nótt. Jayson Tatum skoraði 27 stig þegar Boston Celtics vann 127-102 sigur en þeir Marcus Smart og Jaylen Brown voru báðir með 24 stig. „Strákarnir eru stoltir, horfðu á gullna tækifærið sem við misstum af í leik eitt og vissu að þeir gætu gert betur. Við gerðum það í kvöld,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics. 24 PTS 8 REB 4 3PMJaylen Brown dropped buckets for the @celtics in their Game 2 victory! #BleedGreen pic.twitter.com/cC3yQNH2TY— NBA (@NBA) May 20, 2022 Jimmy Butler skoraði 29 stig á 32 mínútum fyrir Miami Heat sem tapaði í fyrsta sinn á heimavelli í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið alla hina sjö leikina sína. Gabe Vincent og Victor Oladipo skoruðu báðir 14 stig. Annan leikinn í röð voru Boston menn yfir í hálfleik en nú með 25 stigum eftir frábæran fyrri hálfleik. Miami sneri við fyrsta leiknum í leik eitt með frábærum þriðja leikhluta en það var ekkert slíkt í boði hjá Boston mönnum í nótt. Marcus Smart was seeing green in Game 2, dropping 24 points and setting a Playoff career-high with 12 dimes to lead the @celtics to the win! #BleedGreen@smart_MS3: 24 PTS, 9 REB, 12 AST, 3 STL, 5 3PM Game 3: Saturday, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/MFzLO7ROSp— NBA (@NBA) May 20, 2022 Marcus Smart missti af fyrsta leiknum og munaði vissulega mikið um það. Hann sýndi mikilvægi sitt með því að vera aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni því auk 24 stiga var hann með 12 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Al Horford missti líka af leik eitt vegna kórónuveirusmits en fékk leyfi til að spila í nótt og skilaði 10 stigum. Það merkilega við góðan fyrri hálfleik Boston liðsins að liðið var komið tíu stigum undir í upphafi leiks en vann síðan átján mínútna kafla 60-21 sem skilaði liðinu 70-45 hálfleiksforystu. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022 Brown gat tóninn í upphafi leiks með því að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum en Boston liðið hitti þá úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta er bara einn sigur og það er það sem reyndir leikmenn átta sig á inn í klefa. Við erum ekki hrifnir af þessu. Þeir spiluðu rosalega vel. Þetta eru tvö mjög góð lið og við þurfum bara að finna einhverjar lausnir,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Boston er nú búið að stela heimavallarréttinum en næstu tveir leikir eru í Boston og sá fyrri af þeim fer fram á sunnudaginn. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Jayson Tatum skoraði 27 stig þegar Boston Celtics vann 127-102 sigur en þeir Marcus Smart og Jaylen Brown voru báðir með 24 stig. „Strákarnir eru stoltir, horfðu á gullna tækifærið sem við misstum af í leik eitt og vissu að þeir gætu gert betur. Við gerðum það í kvöld,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics. 24 PTS 8 REB 4 3PMJaylen Brown dropped buckets for the @celtics in their Game 2 victory! #BleedGreen pic.twitter.com/cC3yQNH2TY— NBA (@NBA) May 20, 2022 Jimmy Butler skoraði 29 stig á 32 mínútum fyrir Miami Heat sem tapaði í fyrsta sinn á heimavelli í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið alla hina sjö leikina sína. Gabe Vincent og Victor Oladipo skoruðu báðir 14 stig. Annan leikinn í röð voru Boston menn yfir í hálfleik en nú með 25 stigum eftir frábæran fyrri hálfleik. Miami sneri við fyrsta leiknum í leik eitt með frábærum þriðja leikhluta en það var ekkert slíkt í boði hjá Boston mönnum í nótt. Marcus Smart was seeing green in Game 2, dropping 24 points and setting a Playoff career-high with 12 dimes to lead the @celtics to the win! #BleedGreen@smart_MS3: 24 PTS, 9 REB, 12 AST, 3 STL, 5 3PM Game 3: Saturday, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/MFzLO7ROSp— NBA (@NBA) May 20, 2022 Marcus Smart missti af fyrsta leiknum og munaði vissulega mikið um það. Hann sýndi mikilvægi sitt með því að vera aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni því auk 24 stiga var hann með 12 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Al Horford missti líka af leik eitt vegna kórónuveirusmits en fékk leyfi til að spila í nótt og skilaði 10 stigum. Það merkilega við góðan fyrri hálfleik Boston liðsins að liðið var komið tíu stigum undir í upphafi leiks en vann síðan átján mínútna kafla 60-21 sem skilaði liðinu 70-45 hálfleiksforystu. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022 Brown gat tóninn í upphafi leiks með því að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum en Boston liðið hitti þá úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta er bara einn sigur og það er það sem reyndir leikmenn átta sig á inn í klefa. Við erum ekki hrifnir af þessu. Þeir spiluðu rosalega vel. Þetta eru tvö mjög góð lið og við þurfum bara að finna einhverjar lausnir,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Boston er nú búið að stela heimavallarréttinum en næstu tveir leikir eru í Boston og sá fyrri af þeim fer fram á sunnudaginn. Jayson Tatum led the @celtics in scoring with 27 points (8/13 FGM) in their Game 2 victory to even the series! #BleedGreen@jaytatum0: 27 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/05y0ItXwvg— NBA (@NBA) May 20, 2022
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira