Samstarf

Skólar ehf fjölga heilsueflandi leikskólum

Skólar ehf
Markmið Heilsustefnunnar er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun í leik og að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar
Markmið Heilsustefnunnar er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun í leik og að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar

„Við erum að bæta tveimur sex deilda heilsuleikskólum við hjá Garðabæ. Annan þeirra, Urriðaból við Kauptún er áætlað að opna í september á þessu ári en hinn í september 2023 og verður sá við Holtsgötu ofar í götunni. Þetta verkefni er mikil áskorun en mjög spennandi,“ segir Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólar ehf.

Fyrir rekur Skólar ehf fjóra heilsuleikskóla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum en Guðmundur stofnaði fyrirtækið ásamt syni sínum, Pétri R árið 2001 utan um rekstur leikskóla undir einkunnarorðunum „heilbrigð sál í hraustum líkama.“

Guðmundur Pétursson stofnandi Skólar ehf

„Fyrsti heilsuleikskólinn sem við opnuðum var Krókur í Grindavík en hann hóf starfsemi ífebrúar 2001. Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi opnaði svo árið 2006 og einnig Ársól í Reykjavík, sem er ungbarnaleikskóli. Skógarás opnaði 2008 og einnig Hamravellir en hann færðist yfir til Hafnafjarðarbæjar árið 2019samkvæmt samkomulagi aðila,“ útskýrir Guðmundur.

Gera heilbrigða lífshætti að lífsstíl til framtíðar

Allir skólarnir starfa eftir sérstakri Heilsustefnu. Markmið Heilsustefnunnar er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun í leik og að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Upphaf stefnunnar má rekja til þróunar- og samstarfsverkefnisins European Network of Health Promoting Schools, sem hófst sem samstarfsverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Evrópuráðsins og Evrópusambandsins árið 1992. Frumkvöðull þessarar stefnu í leikskólastarfi á Íslandi var Unnur Stefánsdóttir en hún starfaði sem framkvæmdastjóri faglega hluta Skóla ehf í mörg ár.

Leiðandi í heilsueflandi leikskólastarfi

Guðmundur segir starf Skóla ehf í stöðugri þróun og áhersla sé lögð á faglegt starf.

„Við ætlum okkur að verða leiðandi í þekkingu og aðferðarfræði heilsueflandi leikskólastarfs á Íslandi, með heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins að leiðarljósi. Til að ná þessum markmiðum settum við meðal annars viðverustefnu á sem gengur út á að starfsmenn sem eru ekki frá vinnu í 6 vikur fá hálfan frídag í samráði við leikskólastjóra. Við fengum markþjálfa til að hitta alla starfsmenn fyrir sig og erum þessar vikurnar að klára niðurstöður úr þeirri vinnu. Við störfum eftir jafnréttisstefnu og erum að ljúka jafnlaunavottun. Þá unnum við sérstaka áætlun með Heilsuvernd með heilsu starfsmanna í fyrirrúmi og erum með samgöngustyrk, heilsueflingarstyrki, hópeflisstyrki og námsstyrki. Fyrir nokkrum árum gerðum við 8 vikna matseðil af næringarríkum mat sem allir skólar nota í dag. Þetta var unnið með næringarfræðing og í samráði við matráða okkar. Sérfræðingar í kennslu og námskeiðum mun hefjaþjálfun næsta vetur fyrir alla nýja starfsmenn. Auk þess munu þessir aðilar geta kennt leikskólaliðann og fleira sem er nauðsynlegt fyrir starfsfólk að hafa þekkingu á. Við teljum þetta muni styrkja starfsmenn okkar og þar með einnig faglega reksturinn á hverjum stað,“ segir Guðmundur.

Nánar um starf heilsueflandi leikskóla má lesa hér.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×