Viðskipti innlent

Tekur við stöðu for­stöðu­manns Sí­menntunar HA

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Guðnason.
Stefán Guðnason. HA

Stefán Guðnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri.

Í tilkynningu frá skólanum segir að Stefán sé með BA í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri auk diplómu í kennslufræði til kennsluréttinda frá sama háskóla. 

„Að auki hefur Stefán diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í stjórnun frá Háskólanum í Lundi. Árið 2017 var Stefán ráðinn til Símenntunar Háskólans á Akureyri til þess að stýra Stjórnendanámi Stjórnendafræðslunnar sem kom til háskólans sama ár. Frá 2017 hefur Stefán sinnt hinum ýmsu störfum fyrir Símenntun og háskólann samhliða því að stýra Stjórnendanáminu og nýverið MBA námi Símenntunar,“ segir í tilkynningunni.

Stefán tekur við af Elínu Margréti Hallgrímsdóttur sem hefur verið forstöðumaður Símenntunnar frá 2001 en starfsemin hófst 1999. Stefán tekur við starfinu 1. júní.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.