Innherji

Kröftugur viðsnúningur í rekstri Joe & the Juice á Íslandi

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Félagið opnaði 2 nýja veitingastaði á árinu en mun þurfa að loka í Leifsstöð.
Félagið opnaði 2 nýja veitingastaði á árinu en mun þurfa að loka í Leifsstöð.

Tekjur Joe Ísland ehf., sem rekur 10 veitingastaði undir vörumerkinu Joe & the Juice, námu 820 milljónum króna á síðasta ári og jukust um 50 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi veitingakeðjunnar.

Mikill viðsnúningur varð á rekstri félagsins frá árinu áður. Auk tekjuvaxtar var EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði – jákvæð um 63 milljónir króna í fyrra en hún hafði verið neikvæð um 61 milljón árið 2020.

Þá skilaði veitingakeðjan 12 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við tap upp á heilar 119 milljónir árið 2020.

Stærsti hluthafinn í Joe á Íslandi er Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og eiginkonu hans, Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, með 87 prósenta hlut. Þá á RE22, fjárfestingafélag Jón Björnssonar, forstjóra Origo, 13 prósenta hlut.

Tveir veitingastaðir voru opnaðir á síðasta ári en nýlega kom fram að þrem­ur veit­inga­stöðum í Leifs­stöð, þar á meðal Joe and the Juice, yrði lokað á næstunni.  



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.