Viðskipti innlent

Við­skipta­hraðalinn Startup SuperN­ova keyrður í þriðja sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Frá afhendingu á síðasta ári.
Frá afhendingu á síðasta ári. Aðsent

Viðskiptahraðallinn Startup SuperNova verður keyrður í þriðja sinn í ár þar sem leitast verður við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.

Í tilkynningu kemur fram að hraðallinn sé í umsjón Klak – Icelandic Startups en meðal fyrirtækja sem hafa farið í gegn séu til að mynda Lightsnap, Stubbur og PLAIO.

Búið er að opna fyrir skráningar en í ár verður hraðallinn keyrður með öðru sniði og hefst hann með Masterclass Startups Supernova 2022 sem fer fram 23. til 25. júní í Grósku, en það er Nova sem er helsti bakhjarl verkefnisins.

„Masterclassinn er opinn öllum sprotafyrirtækjum - aðeins verða 200 sæti í boði en einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.

Eftir Masterclassinn gefst þátttakendum svo tækifæri á að keppast um að komast lengra. Bestu tíu sprotafyrirtækin halda svo áfram í 5 vikna viðskiptahraðal þar sem skýr fókus er á að þroska fyrirtækin í að verða fjárfestingarhæf og tilbúin í næsta skref,“ segir í tilkynningunni.

Algjör bomba

Haft er eftir Kristínu Soffíu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Klak – Icelandic Startups, að þau séu virkilega spennt fyrir þessum breytingum á Startup Supernova. Telur hún að með þeim verði hægt að ná til mun stærri hóps. 

„Við verðum með frumkvöðla á heimsklassa og sérfræðinga að miðla sinni reynslu á Masterclassinum. Öll þau sem eru að reka fyrirtæki eða taka sín fyrstu skref í að stofna fyrirtæki munu hafa mikinn ávinning af Masterclass Startup Supernova. Hraðallinn sjálfur verður svo algjör bomba og þar ætlum við að taka inn allra bestu sprota landsins og útskrifa þau sem fjárfestingarhæf fyrirtæki,” segir Kristín Soffía.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.